Frétt

Sælkerar vikunnar - Frauke Elisabeth Eckhoff og Þorbergur Kjartansson á Ísafirði | 07.11.2003 | 16:18Tveir góðkunnir réttir frá Þýskalandi

Frauke er frá Þýskalandi og því ætla þau Þorbergur að bjóða upp á tvo þýska rétti sem eru Íslendingum af góðu kunnir. Hún tekur matreiðsluna þó aðeins öðrum tökum en oftast er gert hér á landi og brýnir fyrir fólki að vera óhrætt við að prófa. Hún fullyrðir að ostakakan sé betri bökuð og falski hérinn langbestur alþakinn beikoni, dijon sinnepi og smjöri.
Þýsk ostakaka – Käsekuchen

150 g hveiti
½ tsk lyftiduft
750 g sykur
50 g vanillusykur
örlítið salt
1 egg
75 g smjörlíki

Hnoðið deigið og látið bíða í ískáp um stund. Takið ¾ hluta deigsins og setjið í botninn á stóru tertuformi en notið afganginn á hliðarnar. Pikkið í botninn með gafli til að deigið geti andað og bakið í 10 mínútur við 200-225°C.

500 g sykur
250 ml mjólk
1 msk sítrónusafi
50 g maizenamjöl
3 eggjarauður
3 eggjahvítur
250 ml rjómi
200 g flórsykur

Þeytið saman sykur, mjólk, sítrónusafa, maizenamjöl og eggjarauður. Stífþeytið eggjahvítur og rjóma og blandið því varlega saman við hræruna.

Setjið fyllinguna í skelina og bakið í u.þ.b. 80 mínútur við 175°C. Slökkvið á ofninum og hálfopnið. Látið síðan kökuna standa inn í ofninum í 30 mínútur því annars fellur deigið saman.

Sigtið flórsykur yfir kökuna þegar hún er kólnuð. Best er að hafa kökuna vel kælda. Gott er að setja fersk bláber út í fyllinguna á haustin.


Falskur héri – Falscher Hase

500 g nautahakk
300 g svínahakk
salt og pipar
2 lítil egg
½ laukur
2 heilhveitibrauðsneiðar
250 ml mjólk
matarolía
smjör
1 bréf beikon
dijon sinnep
½ grænmetisteningur
Steinselja eða hvítlaukur til skrauts
rjómapeli

Hrærið saman hakki, salti og pipar, og eggjum. Saxið laukinn og léttsteikið í olíu og smjöri. Hellið af pönnunni út í deigið. Sjóðið brauðsneiðarnar í mjólkinni í smástund og hrærið síðan saman við deigið.

Mótið deigið í kjöthleif í smurðri ofnskúffu. Smyrjið hleifinn með dijon sinnepi, leggið allt beikonið ofan á og setjið nokkrar smjörklípur að auki, eftir honum endilöngum. Myljið grænmetisteninginn yfir hleifinn og sáldrið annað hvort steinselju eða söxuðum hvítlauk yfir. Gott er að raða lauk og sveppum í skúffuna og steikja með falska héranum.

Bakið í 180°C heitum ofni í 1½ klukkustund. Bætið rjóma í skúffuna og bakið í u.þ.b. 30 mínútur til viðbótar. Bætið svo vatni út í eftir þörfum og þá fáið þið brúna sósu með.

Borðið með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og salati með þýskri ediksósu.

Þýsk ediksósa

tæp matskeið rauðvínsedik
salt
sykur
sítrónusafi
1msk dill
1 msk extra virgin ólífuolía

Hrærið saman ediki, dilli og olíu með smávegis af salti, sykri og sítrónusafa. Dreifið yfir hrásalatið.

Við skorum á Evamarie Bauer í Bolungarvík að bjóða upp á rétti frá öðrum hlutum þýskalands.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli