Frétt

| 20.03.2001 | 11:01Mest verður kvikmyndað í Bolungarvík en einnig á Ísafirði og á Þingeyri

Þröstur Leó Gunnarsson.
Þröstur Leó Gunnarsson.
Tökur á nýrri íslenskri kvikmynd í fullri lengd hefjast hér vestra eftir helgi. Aðalhlutverkin leika Tómas Lemarquis og Þröstur Leó Gunnarsson frá Bíldudal en handritshöfundur og leikstjóri er Dagur Kári, sem stundað hefur nám í kvikmyndafræðum í Danmörku. Myndin er framleidd af Zik Zak kvikmyndum en eigendur fyrirtækisins eru Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist. Meðal mynda sem Zik Zak hefur framleitt eru Fíaskó og Villiljós. Meðal starfsmanna við myndina verða Ísfirðingarnir Ólafur Jónasson og Jón Steinar Ragnarsson leikmyndahönnuður, sem unnið hafa við fjölmargar myndir á liðnum árum.
Myndin mun heita Nóialbínói og gerist í einhverju ótilteknu þorpi á Vestfjörðum. „Hún fjallar um ungan pilt sem er að gera upp ákveðinn hluta af lífi sínu. Við ætlum að kvikmynda sem allra mest fyrir vestan til að gefa myndinni meiri styrk“, segir Guðjón Hauksson, framkvæmdastjóri myndarinnar. „Mest verður tekið upp í Bolungarvík en líka verðum við með tökur á Ísafirði og á Þingeyri.“

Guðjón segir að við tökurnar þurfi töluvert af statistum úr heimabyggð, þar á meðal stóran hóp ungmenna á skólaaldri og hóp af fólki til að borða á veitingastað. Hann auglýsir jafnframt eftir amerískum kagga og lausum íbúðum hér vestra og ekki síst eftir góðri matráðskonu. Þeir sem hafa áhuga á einhverju af þessu eða geta lagt lið eru beðnir að hafa samband við Ásdísi í síma 868 9771. „Við komum vestur núna um helgina og verðum að fram á skírdag. Svo byrjum við aftur strax eftir páska og reiknum með að verða hér út aprílmánuð. Vonandi verður einhver snjór“, sagði Guðjón.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli