Frétt

mbl.is | 06.11.2003 | 16:00Hömlur selja útgáfu DV til Fréttar

Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hafa selt Frétt ehf., útgáfufélagi Fréttablaðsins, eignir þrotabús Útgáfufélags DV ehf. og rekstur DV, en Hömlur leystu þessar eignir til sín í dag með samningi við skiptastjóra þrotabús Útgáfufélags DV. Samningur Hamla og Fréttar var gerður í gær með fyrirvara um að Hömlur næðu samningum við þrotabúið.
Fulltrúar Landsbankans áttu eftir hádegi í dag fund með Hallgrími Geirssyni, framkvæmdastjóra Árvakurs hf., sem á þriðjudag óskaði eftir viðræðum við bankann um mögulegan atbeina Árvakurs til að tryggja eins og kostur væri áframhaldandi útgáfu DV. Hallgrímur sagði við Fréttavef Morgunblaðsins að þessar málalyktir væru staðfesting á því sem honum hafi þótt liggja í loftinu þegar óskað var eftir viðræðum við Landsbankann, að búið hafi verið að ganga frá samningum við Frétt um að útgáfufélag DV yrði gert gjaldþrota og Frétt myndi síðan kaupa þrotabúið.

Hallgrímur sagði að Árvakur hefði áður staðfest nauðasamningsdrög, sem fyrir lágu, en eftir að þær samningaviðræður fóru út um þúfur og gjaldþrots var óskað, hafi forsendur fyrir því samþykki verið brostnar og því hafi þótt nauðsynlegt að taka upp viðræður að nýju við Landsbankann. Var beðið um þær að kvöldi þriðjudags.

Í tilkynningu frá Hömlum segir að Útgáfufélögin Frétt og Árvakur hafo sett sig í samband við Hömlur og sýnt útgáfu DV áhuga. Raunar hafi áhugi Fréttar þegar verið ljós á greiðslustöðvunartíma Útgáfufélags DV þar sem til umræðu var þátttaka þeirra í hlutafjáraukningu DV. Þær viðræður hefðu leitt af sér að fyrir lá rammi að samkomulagi um aðkomu Fréttar að útgáfu DV í kjölfar nauðasamningsins.

„Þegar greiðslustöðvun félagsins rann út, varð hins vegar ljóst að ekki hafði tekist að afla nægilegs hlutafjár frá öðrum aðilum. Á þeim tíma lá fyrir að Árvakur hafði ekki áhuga á að gerast hluthafi í Útgáfufélagi DV ehf. Þegar Útgáfufélag DV hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta barst bréf frá Árvakri þar sem boðið var upp á viðræður milli bankans og Árvakurs án þess að settar væru fram ákveðnar hugmyndir um með hvaða hætti atbeini Árvakurs að útgáfu DV gæti orðið. Í ljósi þessa þótti líklegt að nokkurn tíma mundi taka í viðræðum við Árvakur á þessu stigi að fullmóta hugmyndir um aðkomu félagsins að DV. Í ljósi þess að hagsmunir málsins kröfðust þess að framtíðarútgáfu DV yrði mótaður farvegur eins fljótt og nokkur kostur væri, taldi Hömlur ráðlegast að taka upp þráðinn við fulltrúa Fréttar ehf. fremur en að hefja frá grunni viðræður við Árvakur um málið. Þeim viðræðum lauk með áðurnefndum samningum Hamla og Fréttar ehf." segir í tilkynningu Hamla.

Þar kemur fram að Landsbanki Íslands hafi frá því að til gjaldþrots Útgáfufélags DV kom sl. þriðjudag lagt á það höfuðáherslu að framtíðarútgáfa DV verði tryggð með eins skjótum hætti og kostur er. Þannig yrði skaði útgáfunnar sem minnstur, óvissu starfsfólks yrði eytt og hagsmunum bankans best borgið. Þá gæti endurreisn DV hafist hið fyrsta og blaðið öðlast það hlutverk sem það áður hafði í íslensku þjóðlífi og menningu.

bb.is | 26.10.16 | 13:24 Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með frétt Laugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli