Frétt

| 19.03.2001 | 20:41Verkfalli frestað í mánuð?

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra mælti laust fyrir klukkan 18 í kvöld fyrir frumvarpi á Alþingi um að fresta verkfalli fiskimanna. Fyrsta grein frumvarpsins kveður á um að verkfallinu verði frestað til miðnættis 19. apríl og jafnframt er verkbanni sem útvegsmenn settu frestað til sama tíma. Árni boðaði raunar breytingartillögu við frumvarpið um að þessi frestun yrði styttri eða til 1. apríl.
Sagði Árni að ef ekkert væri að gert myndi verkfallið hafa í för með sér mikinn skaða fyrir atvinnulíf landsmanna og óbætanlegt tjón fyrir þjóðarbúið í heild. Sérstaklega væri skaðlegt að ekki sé hægt að ljúka loðnuvertíð en um 130 þúsund tonn eru óveidd af loðnukvóotanum. Sagði Árni að það svaraði til 1,5 milljarðs króna í útflutningsverðmætum og með verkfallinu væri gerð tilraun til að bjarga þessum verðmætum sem ella væru glötuð.

Þá sagði Árni ljóst að stöðvun almennra veiða og vinnslu á þessum tíma þegar vetrarvertíðin stæði sem hæst hefði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn, fiskvinnslu og sveitarfélög sem byggðu á sjávarútvegi og hluti hefðbundinna vertíðarbáta hefði uppistöðu tekna sinna á þessum árstíma. Þá hefði stöðvun veiða á þessum tíma alvarlegar afleiðingar á saltfisksmörkuðum. Árni sagði að í samtölum við fulltrúa sjómanna í dag hefði komið fram að þeim findist að verkfallinu væri frestað of lengi. Sagði Árni að til greina kæmi milli umræðna um frumvarpið að að leggja til að breyta dagsetningunni til 1. apríl.

Greiða þurfti atkvæði um hvort leyfa ætti afbrigði frá þingsköpum til að frumvarpið kæmi á dagskrá. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lýstu því yfir að þeir myndu ekki greiða atkvæði gegn því þótt flokkarnir styddu ekki inngrip ríkisstjórnarinnar í deilu sjómanna og útvegsmanna. Guðjón A. Kristjánsson þingflokksformaður Frjálslynda flokksins sagði hins vegar að vonlaust væri fyrir útgerðarmenn og sjómenn að ná samkomulagi ef ríkisstjórnin gripi alltaf inn í málið með lögum. Því myndu þingmenn flokksins greiða atkvæði gegn því að málið kæmi á dagskrá. Frá þessu er greint á Mbl.is

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli