Frétt

mbl.is | 05.11.2003 | 19:21Landsfundur VG um næstu helgi

Vinstrihreyfingin - grænt framboð heldur landsfund sinn um helgina undir yfirskriftinni Réttlæti án landamæra. Ljóst er að breytingar verða gerðar á forystu flokksins, þar sem Svanhildur Kaaber gefur ekki kost á sér í embætti varaformanns og Kristín Halldórsdóttir lætur af embætti ritara, þar sem hún gegnir nú starfi framkvæmdastjóra flokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, hefur gefið kost á sér í varaformannsembættið en ekki er kunnugt um fleiri frambjóðendur í þessi embætti.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði, dagana 7.-9. nóvember. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kynnti dagskrá fundarins í dag ásamt Svanhildi Kaaber, varaformanni VG, og Kristínu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra VG. Steingrímur sagði að yfirskrift fundarins vísaði bæði út á við og inn á við. „Við viljum ekki nein landamæri í vegi réttlætisins hér innanlands og í okkar samfélagi, þar sem allir eiga að hafa sömu tækifærin. Það sama gildir út á við í hinum stóra heimi.“

Yfirskrift fundarins vísar ekki síst til hnattvæðingar síðustu ára og verður fjallað um áhrif og afleiðingar hnattvæðingar á landsfundinum, þar sem m.a. verður leitað svara við þeim spurningum hvort réttlætinu sé fórnað í tilraunum manna til að hnattvæðast og hvort hnattvæðing á forsendum markaðslögmála vinni gegn markmiðum um einingu þjóða heimsins.

Sérstakir gestir landsfundar VG verða þeir Stellan Hermansson, framkvæmdastjóri Nordic Left Green-hópsins á Evrópuþinginu, og Tórbjörn Jacobsen frá Færeyjum sem kemur á fundinn sem fulltrúi systurflokka VG í vestnorrænu löndunum, þ.e. þjóðveldisflokksins færeyska og Inuit Atagatigit í Grænlandi.

Landsfundurinn hefst kl. 17:30 með setningarathöfn á föstudag og á laugardag verða m.a. pallborðsumræður og vinna í málefnahópum, þar sem unnar verða tillögur að stefnumótum VG í ýmsum málaflokkum.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli