Frétt

Skarphéðinn Jónsson | 05.11.2003 | 11:42Hugtakið einelti stundum ofnotað eða rangnotað

Skarphéðinn Jónsson.
Skarphéðinn Jónsson.
Undanfarin ár hefur einelti mikið verið í umræðu meðal almennings. Í þessari umræðu gerist það stundum að hugtakið ,,einelti? er ofnotað eða rangnotað. Stundum er það notað yfir það sem kalla má tilfallandi stríðni eða átök milli einstaklinga. Þrátt fyrir það hefur þessi umræða verið af hinu góða.
Oftar en ekki hefur umræðan um einelti verið tengd grunnskólanum, kannski vegna þess að þar er það oft sýnilegt. Einelti þekkist líka á leikskólum, í framhaldsskólum og nánast alls staðar í mannlegu samfélagi.
Fjölmargir kannast við einelti á almennum vinnustöðvum, annaðhvort af eigin reynslu eða af frásögn annarra. Einelti þekkist eða hefur a.m.k. þekkst á flestum vinnustöðum þar sem nokkur fjöldi manna er saman kominn.
Enginn á að samþykkja einelti hvorki með þátttöku eða aðgerðarleysi. Því miður stendur oft stór hópur aðgerðarlaus og horfir á og samþykkir þ.a.l. einelti. Með aðgerðarleysi tekur maður afstöðu með eineltinu.
Í þessu sambandi má hafa í huga að einelti er ekki sama og einelti. Það sem ég á við er að stundum er einelti sýnilegt og að því leytinu kannski aðgengilegra að vinna með það. Oft er eineltið dulið og lítt sýnilegt þeim sem umgangast viðkomandi. Það er öllu erfiðara að eiga við það og oftast mun seinlegra.

Þær aðferðir sem kenndar eru við norska fræðimanninn Dan Olweus beinast að því að vinna með samfélagið í heild sinni og freista þess að festa ákveðin viðhorf í sessi. Það eru viðhorf til svokallaðrar andfélagslegrar hegðunar, þ.á.m. eineltis. Viðbrögð okkar hingað til hafa oft einkennst að því að verið er að bregðast við ákveðnum uppákomum hér og þar, svona eins og slökkviliðið. Auðvitað má ekki slaka á í þeim efnum en sú breyting sem verið er að leggja inn er viðhorfsbreyting í skólasamfélaginu, að festa heilbrigð viðhorf í sessi sem draga úr þessum smábrunum hér og þar, svo haldið sé áfram með fyrri líkingu.

Þegar rætt er um einelti þá hefur nútíminn sett mark sitt á þær aðferðir sem stundum eru notaðar. Auðvitað þekkist beint einelti, þ.e. sjáanlegt ofbeldi, einnig þetta dulda einelti. Í þessu sambandi má geta þess að drengir beita frekar beinu einelti en stúlkur því dulda.

Það sem mig langaði til að benda foreldrum á, varðandi einelti almennt, er tilkoma nýrra aðferða sem foreldrar þekkja í sumum tilvikum lítið til.

Flestir nemendur á unglingastigi eiga svokallaða ,,gemsa? eða GSM-síma. Undanfarin ár hefur stundum borið á því að sumir nemendur sendi meiðandi SMS-skilaboð í síma þeirra nemenda sem lagðir eru í einelti. Oft er erfitt að finna út hvaðan þessi boð koma og slík eftirgrennslan tekur stundum nokkurn tíma. Þessi skilaboð koma á öllum tímum sólarhringsins, oft að nóttu til. Móttakandi ber oft harm sinn í hljóði en síendurtekin boð í þessum dúr setja mark sitt á fólk á sama hátt og ,,hefðbundið? einelti.

Foreldrar! Eiga börnin ykkar gemsa, hafið þið eftirlit með notkuninni, vitið þið hvernig börnin ykkar nota gemsana? Eru börnin ykkar að fá eða senda alls óviðeigandi SMS skilaboð?

Annað form sem eðlilegt er að minnast á eru svokallaðar ,,blogg síður? sem eru nokkurs konar heimasíður sem nemendur geta stofnað á netinu. Fjölmörg dæmi eru um það að eigendur slíkra síðna skrifi þar níð eða meiðandi athugasemdir um aðra. Allir hafa aðgang að þessum síðum sem á annað borð þekkja þá slóð sem þarf að fara eftir. Þessar meiðandi athugasemdir blasa þá við öllum, ekki bara þeim sem níðið er beint gegn eins og þegar SMS-skilaboð eru send.

Foreldrar eru börnin ykkar með eigin blogg síður? Ef svo er, hafið þið skoðað þær? Hafa börn ykkar óheftan aðgang að netinu heima? Ef svo er, hafið þið hugleitt að setja upp aðgangsorð í heimilistölvuna sem þið ein þekkið þannig að notkunin fari aðeins fram þegar þið eruð á heimilinu?

Þessar ráðstafanir gagnast ekki aðeins þegar um svokallað blogg er að ræða, heldur ekki síður varðandi aðra hugsanlega misnotkun á netinu.

Að mínu mati stendur það upp úr að einelti er ekki einkamál skólanna. Þar birtist eineltið oft vegna þess að þar er fjöldinn. Einelti er samfélagsvandamál og í þeim tilvikum þegar um börn er að ræða þá er það líka foreldramál! Einelti er heldur ekki einkamál þolenda, gerendur og þeirra fjölskyldur þurfa oft á tíðum ekki síður aðstoð.

Eina skynsamlega leiðin til að vinna með þetta samfélagsvandamál eins og það blasir við í skólunum er samvinna heimila og skóla.

Skólinn hefur nú sent bæklinginn Einelti – meðal barna og unglinga eftir Dan Olweus til allra heimila sem eiga börn í GÍ. Þessi bæklingur er holl lesning fyrir okkur öll, hvort sem við erum starfsmenn skóla eða foreldrar þeirra barna sem þar starfa.

Skarphéðinn Jónsson. Höfundur er skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði

Pistlar á heimasíðu Grunnskólans á Ísafirði

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli