Frétt

Stakkur 44. tbl. 2003 | 05.11.2003 | 09:36Hlutverk sveitarstjórna

Að því hefur verið vikið hér áður að móta þurfi skýra stefnu fyrir áframhaldandi byggð á Vestfjörðum. Eitt brýnasta verkefnið er að sameina sveitarfélögin. Til þess liggja margar ástæður, einkum þær að í opinberum rekstri er lykilatriði að nýta fjármuni skattborgarana á hinn allra hagkvæmasta hátt hverju sinni. Því fylgir að að nýta mannafla sveitarfélaganna með sama hætti. Er þá fyrst og fremst vísað til þeirra sem starfa á vegum sveitarstjórnarinnar og þiggja laun sín frá henni, það er að segja úr vösum skattgreiðendanna, kjósendanna og annarra íbúa. En einnig er að sjálfsögðu vísað til allra íbúanna, þess að sveitarstjórnin hafi forgöngu um að stilla saman þann kraft sem býr í atvinnuvegunum og íbúunum. Grundvallarspurning hlýtur að vera hvort nokkur skynsemi sé í því að halda úti skrifstofum vítt og breitt í landsfjórðungi sem 7.800 íbúar byggja. Þeim er öllum ætlað sama hlutverkið, en fæstar þeirrra hafa burði til að rækja það vegna fámennis viðkomandi sveitarfélags. Flestum ber saman um, sérfræðingum jafnt og almennum borgurum, að löngu sé tímabært að stækka sveitarfélögin og efla þau með þeim hætti að stilla sama kraftana, nota skattféð betur en þegar hver er að fást við sömu verkefnin í sínu litla horni. Hlutverk sveitarfélaganna er að gæta hagsmuna íbúa sinna, ekki sveitarstjórnarmanna.

Nýlega voru laun bæjarstjórnarmanna á Ísafirði hækkuð verulega, en líkt og jafnan gerist við þær aðstæður sýnist sitt hverjum. Í sjálfu sér er ekki undarlegt þótt hinn almenni kjósandi í sveitarfélagi, sem býr við fækkun íbúa og samdrátt í atvinnulífi, velti vöngum yfir því hvers vegna kjörnir fulltrúar þeirra eigi að fá hærri laun fyrir störf, sem í fljótu bragði virðast ekki skila miklu til samfélagsins, að minnsta kosti ekki í auknum umsvifum innan sveitarfélagsins. Áður hefur verið vikið að því á þessum vettvangi að stefnt skuli að því að koma upp skólasetri á Ísafirði. Þess vegna er því fagnað að bæjarstjórinn, Halldór Halldórsson, hafi nú kynnt sér aðstæður í Finnlandi. Því má hins vegar ekki gleyma að aðstæður eru ólíkar á Ísafirði og Oulu. Fámennið setur Vestfirðingum skorður, sem verður að taka með í allar áætlanir og hugmyndir Halldórs eru góðar og vonandi vinnst hratt úr þeim. Hinu má ekki gleyma að til þess að snúa íbúaþróuninni við þarf mikið fé og enn meiri vilja af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar.

Sú þróun virðist nú að skýrast í Ísafjarðarbæ, að seta í bæjarstjórn verði æ umsvifameira starf og sjálfsagt má rekja umtalsverðar launahækkanir bæjarfulltrúa til þess. En þá viljum við kjósendur fá að sjá myndarlega tekið á brýnustu verkefnum samfélagsins. Ekki er verið að sjá eftir sanngjörnum launum til þeirra sem gefa kost á sér til starfa fyrir okkur hin, en eðlilegt samhengi þarf að vera á milli verka og launa. Það er einmitt eitt margra atriða sem knýja á fækkun sveitarfélaga, að greiða ekki laun til margra sem eru að fást við sömu verkefnin með mismunandi árangri og ekkert samhengi er á milli vinnuframlagsins fyrir íbúa á Vestfjörðum og árangurs fyrir hið vestfirska samfélag, sem á undir högg að sækja. Sameina þarf sveitarfélögin þrjú í Ísafjarðarsýslu fyrir næstu kosningar til sveitarstjórna og fara strax að vinna að sameiningu þeirri er lögð var til á fjórðungsþinginu. Annað er ósannfærandi.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli