Frétt

| 19.03.2001 | 01:15Egill Helgason: Góður sigur

Egill Helgason ritar pistil um flugvallarkosninguna, sem nú er um garð gengin. Hann var (ásamt Pressumanninum Hrafni Jökulssyni) einn af ötulustu og skemmtilegustu (og þar með hvimleiðustu, að dómi þeirra/okkar sem erum á þveröfugri skoðun) baráttumönnum fyrir brotthvarfi flugvallarins úr Vatnsmýrinni. Egill segir m.a., undir fyrirsögninni Góður sigur:

Við sem viljum flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni unnum góðan sigur í kosningunum á laugardag. Sjálfur var ég alltaf tortrygginn vegna þessara kosninga, því ég vissi þeir sem telja sig hafa hag af því að flugvöllurinn sé áfram í miðborginni myndu beita sér af ofurkrafti og hafa úr miklu meira fjármagni og kröftum að spila en þessi laustengdi hópur sem vill flugvöllinn burt. Það gekk eftir. Þingmenn fóru hamförum, sveitarstjórnarmenn úti á landi ályktuðu í gríð og erg, Flugfélag Íslands lét ekki sitt eftir liggja, en ekki grunaði mig þó að neinn myndi ganga jafn langt og flugmálastjóri og samgönguráðherra sem hafa beitt vísvitandi rangfærslum og blekkingum.
Reyndar held ég að umdeildur bæklingur þeirra hafi komið beint aftur í höfuðið á þeim daginn fyrir kosningar, þetta var dæmi um svo rangsleitinn og óbilgjarnan áróður að hann hafði öfug áhrif. Ein niðurstaða kosninganna er að hugmyndirnar sem þar voru settar fram verða aldrei að veruleika – sem betur fer.

– – –

Sigurinn er líka mikilvægur vegna þess að nú verður hætt að gera ráð fyrir flugvellinum í skipulagi borgarinnar. Þá verður kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við ætlum að nota þetta góða og verðmæta land í Vatnsmýri. Það verður skemmtileg vinna og sjálfsagt verða þar ærin ágreiningsefni. Við eigum að gæta þess að vera stórhuga, það er tilfinning sem sárvantar í Reykjavík. Um leið hljótum við að ætlast til þess af ríki og borgaryfirvöldum að þau fari af mestu alvöru að skima eftir nýju flugvallarstæði. Þar eru ýmsir kostir líkt og bent hefur verið á: Bessastaðanes, Akurey, Hvassahraun, Engey, Löngusker. Við höfum rúman tíma til að velta því fyrir okkur, en eftir þessar harðvítugu deilur hljótum við að gæta þess að hagsmunir innanlandsflugs og landsbyggðar verði ekki fyrir borð bornir.

Nú hefst sjálfsagt einhver orðasenna um það hverjir hafi orðið fyrir skakkaföllum í kosningunum. Það má vel vera að einhverjir stjórnmálamenn komi sárir út úr þessum slag eða hreyfingar þeirra. Leyfum pólitíkusunum að þrátta um það; aðkoma þeirra að málinu hefur ekki verið til neins fagnaðar. En við, þessi óháði hópur borgara, sem viljum flugvöllinn burt vegna þess að við unnum borginni – við höfum enga ástæðu til annars en að gleðjast! Þetta er nefnilega sigur fyrir Reykjavík!

Silfur Egils: Góður sigur

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli