Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 04.11.2003 | 10:15Háskólakjördæmið – með stórum staf og greini

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.
Hvert er helsta háskólakjördæmið á Íslandi? Svarið við þessari spurningu liggur ef til vill ekki í augum uppi. Við nánari athugun er það þó augljóst. Norðvesturkjördæmið er er í rauninni Háskólakjördæmið með stórum staf og greini. Innan þess starfa núna þrír háskólar, auk þess sem háskólauppbygging er á fullri ferð á fjórða staðnum. Þetta er enn eitt dæmið um þá grósku sem er í menntamálum í landinu. Og enn eitt dæmið um þær umbreytingar sem eru að verða í landinu, ekki síst á landsbyggðinni.
Þrír háskólar og fleira á leiðinni

Fyrir fáeinum árum hefðu menn ekki verið í vandræðum með að lýsa höfuðdráttum kjördæmisins. Í þeirri lýsingu hefði örugglega ekki verið pláss fyrir háskólasamfélagið, enda ekkert tilefni til. Nú er hins vegar öldin önnur.

Á Bifröst er Viðskiptaháskólinn, á Hvanneyri er landbúnaðarháskóli og á þessu ári fékk Hólaskóli sömu nafnbót. Á Ísafirði er nú unnið markvisst og hörðum höndum að uppbyggingu háskólanáms auk þess sem þar hefur orðið hrein sprenging í fjarnámi á háskólastigi.

Hlekkir vanans brotnir niður

Háskólarnir þrír eru gott dæmi um það hvernig áræði og athafnasemi hefur brotið af sér hlekki vanans og eflt skóla sem störfuðu á gömlum grunni til nýrra átaka.

Við vitum vel að Bifröst væri ekki það sem hún er í dag ef gamla samvinnuskólahugmyndafræðin væri þar enn í fyrirrúmi; þó svo að sú skólastarfsemi sem rekin var undir þeim merkjum hafi verið góð og gild á sínum tíma.

Sömu sögu er að segja um skólana á Hólum og á Hvanneyri. Þeir eiga að sönnu rætur í gömlu bændaskólunum. En námsefnið og öll uppbygging er allt önnur en sú sem bændaskólarnir gömlu byggðu á. Þeir skírskota nú til margfalt víðara sviðs en eingöngu landbúnaðar; jafnvel þó menn teygi það hugtak yfir miklu víðara svið nú orðið en fyrr meir var gert.

Með öðrum orðum: Þessir skólar gerðu gott betur en að svara kalli tímans. Þeir höfðu í rauninni áhrif á þróunina, mótuðu hana og leiddu.

Háskólanám styrkir atvinnulífið

Uppbygging háskólanáms á Vestfjörðum lofar góðu. Sú sprenging sem hefur orðið í námsþátttöku fjarnámsnemenda er vísbending um það. Nú virðist sem að það sé að festast í sessi að jafnan stundi yfir eitt hundrað nemendur nám á háskólastigi á Vestfjörðum. Hver hefði trúað því fyrir fimm árum? Þessir nemendur eiga eftir að skila sér út í atvinnulífið með miklum krafti á næstu árum.

Við höfum þegar reynsluna. Fjarnámið í Kennaraháskólanum gjörbreytti stöðunni í fjölda skóla á Vestfjörðum með tilliti til hlutfalls réttindakennara. Útskrift hjúkrunarfræðinganna á Ísafirði, sem stunduðu nám við hjúkrunardeild Háskólans á Akureyri með fjarnámsssniði, efldi vitaskuld heilbrigðisþjónustuna á svæðinu, svo dæmi séu tekin.

Augljóslega mun hið sama gera þegar fólkið í rekstrarfræðinnni og öðrum námsgreinum lýkur námi sínu nú á næstu árum. Og nú þarf sem fyrst að ljúka því sem unnið hefur verið að; uppbyggingu háskólanáms sem kennt verður frá Ísafirði.

Risaskref stigin undir forystu Sjálfstæðisflokksins

Allt er þetta vísbending um það sem koma skal. Við erum að festa okkur í sessi sem öflugt háskólasvæði. Þetta er breyting og þetta er framför. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa verið stigin risaskref í menntamálum í landinu í heild. Það er ómótmælanlegt og hagtölur sýna það. Erlendar stofnanir sem senda fulltrúa sína hingað til lands veita þessu og athygli, sem vonlegt er.

Það er einkar ánægjulegt að kjördæmið okkar, Norðvesturkjördæmið, skuli fá sinn réttmæta og nauðsynlega sess á þessu sviði. Það veitir ekki af. og það skiptir miklu máli. Það er enn óræka sönnunin þess, að unnt er – ef vilji, skilningur og sanngjarnir fjármunir eru fyrir hendi – að byggja upp fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf á landsbyggðinni.

Og því segjum við eins og forðum: – Áfram með smérið!

Einar K. Guðfinnsson

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli