Frétt

bb.is | 03.11.2003 | 13:44Grunndeild tréiðna hjá MÍ: „Óánægjan á misskilningi byggð“

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari.
Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari.
„Menntaskólinn á Ísafirði er ekki að flytja starfsemi frá Bolungarvík til Ísafjarðar, né heldur að taka upp nám á Ísafirði sem sé sambærilegt við nám sem verið er að leggja niður í Bolungarvík. Frétt þar að lútandi sem birt var á bb.is 30. október sl. er því einn allsherjar misskilningur, sem og bókun bæjarráðs Bolungarvíkur, sem vitnað er til í umræddri frétt, og einnig ummæli bæjarstjóra Bolungarvíkur“, segir Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, í yfirlýsingu sem hún hefur sent til birtingar.
Þar segir síðan:

„Á bb.is þann 30. október sl. er frá því greint að Bolvíkingar séu „óhressir“ með þá ákvörðun skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði að „leggja niður starfsemi skólans í Bolungarvík“ eins og það er orðað. Vísað er í bókun bæjarráðs þar sem óskað er rökstuðnings fyrir því „að leggja niður grunndeild tréiðna sem kennd hefur verið í Bolungarvík, í stað þess að útvíkka starfsemina í grunnnám byggingargreina“. Rætt er við Einar Pétursson, bæjarstjóra, sem lýsir undrun sinni yfir því að fyrst skuli „lögð niður deild“ vegna nemendaskorts en síðan „stofnuð önnur deild í svipaðri grein“ þar sem aðsókn sé meiri en hægt sé að sinna. Hin nýja starfsemi hefði „auðveldlega getað verið áfram í Bolungarvík“.

Um þetta er þrennt að segja.

Í fyrsta lagi er enn ekki ljóst hvort grunndeild tréiðna verði „lögð niður“ eins og haldið er fram. Hún verður hinsvegar ekki kennd í vetur sökum nemendaskorts og óvíst er með framhaldið.

Það er svosem ekki í fyrsta skipti sem grunndeild tréiðna hefur legið niðri um tíma, því það hefur reynst afar erfitt að laða nemendur að þessu námi og fá þar með raunhæfan rekstrargrundvöll fyrir deildinni. Sú ákvörðun að segja upp húsnæði því sem skólinn hefur haft á leigu undir starfsemi deildarinnar í Bolungarvík byggir einungis á þeirri staðreynd að ekki fást nemendur að deildinni, og það er dýrt að leigja húsnæði með tækjum misserum saman án þess að kennsla fari þar fram.

Í öðru lagi er það rangt að „stofnuð hafi verið önnur deild í svipaðri grein“ sem leysi hina af hólmi. Það sem um ræðir er einn grunnáfangi byggingargreina sem tekinn var upp á þessari haustönn í samhengi við breytingar sem gerðar hafa verið á námsskrá byggingagreina. Áfanginn nefnist VTG og er 6 eininga kynningaráfangi þar sem nemendum eru kynntir grunnþættir byggingagreina, múrverk, málun, trésmíðar, pípulagnir o.fl. í því skyni að auðvelda þeim að velja sér verksvið til framtíðar. Ekki síst í þeirri von að þetta verði til þess að glæða áhuga verklaginna framhaldsskólanema á verknámi.

Hér hefur því ekki verið stofnuð ný verknámsdeild, heldur hefur verið aukið við námsframboð þeirra deilda sem fyrir eru við skólann.

Í þriðja lagi má geta þess að verknám á mjög undir högg að sækja hér á Vestfjörðum eins og víðar. Verknám er dýrt og aðsókn að verknámsdeildum Menntaskólans á Ísafirði hefur staðið í járnum um árabil. Það er undir fleirum en skólanum komið hvort þessu námi verður haldið úti til framtíðar eða ekki.

Að lokum: Það hefði verið einfalt mál að komast hjá þessum stormi í vatnsglasinu ef menn hefðu bara talað saman. Það er ekki svo löng símleiðin milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar – að ég tali nú um milli Sólgötunnar (ritstjórnar bb.is) og Menntaskólans – að menn geti ekki aflað sér upplýsinga hjá skólanum áður en ráðist er í bókanir og blaðamál. Látum ekki upplýsingaskort flækja málin framvegis.

Með kærum kveðjum,
Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari.

Aths. bb.is:

Naumast verður blaðamanni bb.is láð þótt hann tæki fullt mark á skýrri bókun bæjarráðs Bolungarvíkur, sem og ummælum bæjarstjórans í Bolungarvík, en málið snýr einmitt að þessum aðilum. Fréttin er beinlínis til komin vegna umræddrar bókunar í bæjarráði Bolungarvíkur þar sem fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði var til umfjöllunar. Tenging í umrædda frétt er hér fyrir neðan.

bb.is 30.10.2003
Grunndeild tréiðna hjá MÍ lögð niður: Bolvíkingar óhressir

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli