Frétt

politik.is – Melkorka Óskarsdóttir | 01.11.2003 | 23:10Er pólitíska vorið að vakna?

Ég er líklega ekki sú eina sem hef tekið eftir þeirri vakningu sem virðist hafa orðið meðal ungs fólks á málefnum líðandi stundar. Eftir það sem einna helst má líkja við pólitískan svefngengilshátt síðustu áratuga hefur ungt fólk nú vaknað til lífsins og stundar mótmælastöður og alls kyns uppákomur af miklu kappi. Auðvitað eru það hernaðaraðgerðir undanfarinna ára - innrásirnar í Afghanistan og Írak - sem eiga stóran þátt í að kveikja upp í fólki þessi sterku viðbrögð. Andrúmsloftið í kringum þessi stórfelldu brot á mannréttindum líkist, að sögn þeirra sem það muna, þeim hræringum sem voru í gangi á 7. og 8. áratugnum; Víetnamstríðið og sextíuogátta.
Ullarpeysur eru inn

Aftur rís ungt fólk upp gegn óréttlætinu sem það sér að verið er að beita, ullarpeysur eru komnar aftur í tísku, en ég velti fyrir mér hvort að ekki sé eitthvað stærra menningarlegt fyrirbæri hér á ferðinni, eitthvað sem ristir dýpra en einvörðungu uppreisn gegn stríði. Ég velti fyrir mér hvort að einstaklingshyggja sú sem ráðið hefur ríkjum, hér á Íslandi í öllu falli, sé ekki á undanhaldi. Ummerki þessa má einna helst finna í listum, en stefnuskrá listamanna hefur að mínu mati breyst töluvert undanfarið, -listamenn hafa snúið frá innhverfi (introvert) sköpun til þess að vera meira úthverfir, list þeirra hefur eitthvað erindi til samfélagsins í heild sinni.

Á sviði tónlistarinnar eru rapparar og harðkjarnahreyfingin sér í lagi að gagnrýna samfélagið og hvetja ungt fólk til að taka pólitíska afstöðu, þeir eru ófáir myndlistarmennirnir, og þá helst kvikmyndagerðarmenn sem hafa til umfjöllunar samfélagsleg málefni. Þá eru teikn á lofti í leiklistarheiminum um endurkomu pólitísks leikhúss en sem dæmi um það má nefna þrjú leikverk sem að Þorleifur Örn Arnarson hefur leikstýrt síðan hann útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands; Aðfarir að lífi hennar, Pentagon og 1984-ástarsaga, sem er nú verið að sýna í Tjarnarbíói. Þá var augljóst á örleikritasamkeppni framhaldsskólnema sem haldin var á árinu að stríð og mannréttindi eru ungu fólki ofarlega í huga. Einnig í bókmenntum má sjá ákveðna hreyfingu í átt til útrásar, s.s. í nýlegum verkum Einars Más Guðmundssonar og Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, þó að yngri kynslóðin þar á bæ virðist ekki vera eins í mun að hafa áhrif á samfélagið.

Sameinuð stöndum vér...

En það eru ekki bara listamennirnir sem eru farnir að hugsa minna um sjálfa sig og meira um samfélagið, ég held að sá vindur sem kvenréttindabaráttan hefur fengið í seglin nýverið sé líka tengdur þessu undanhaldi einstaklingshyggjunnar. Þá hefur fjöldi hópa og samtaka verið stofnaður til að vinna að auknum réttindum innflytjenda.

Það lítur út fyrir að almenn samfélagsvitund ungs fólks og fólks almennt fari vaxandi, eigin hagur er ekki það eina sem skiptir máli, allavega ekki hjá mörgum. Það er tekið að vora í pólitísku hugsanalífi Íslendinga, leysingar eru hafnar. Ég vona bara að þetta menningarlega fyrirbæri, þessi vitundarvakning, geti haldið áfram þó svo að hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna taki enda. Einhverjar kenningar eru uppi um að umburðarlyndi og samfélagsleg ábyrgðarkennd þjóða haldist í hendur við félagslegt öryggi, svo að við ættum að geta haldið áfram að þroskast í þessa átt. Ég segi í öllu falli fyrir sjálfa mig að mér finnst skemmtilegra að vera í samfélagi þar sem er að finna lifandi pólitíska umræðu á mörgum sviðum og fólk vill hafa eitthvað að segja um samfélagið í kringum sig heldur en þar sem fólk getur ekki hugsað um annað en að eiga stærri bíl en hinn. Vonandi erum við búin að eyða nægum tíma að hugsa um sjálf okkur og getum farið að nota hluta af þeim auðæfum, tíma og kröftum sem við erum svo heppin að búa yfir í að hafa áhrif á það sem er að gerast í kringum okkur. Eða er þetta kannski bara óskhyggja hjá mér, -erum við ennþá bara svengenglar vanans, stöðnuð og sofandi – er ennþá vetur?

Pólitík.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli