Frétt

| 01.03.2000 | 10:09Burt með prestinn

Fjölmiðlar hafa miklu hlutverki að gegna. Samkeppni þeirra millum er hörð. Oft eru sömu fréttirnar í þeim öllum. Áferðin kann að vera mismunandi, en orsök fréttanna er sú sama. Á Vestfjörðum eru fjölmiðlar nokkuð öflugir, að minnsta kosti miðað við fólksfjölda. Því til viðbótar kemur, að alltaf er eitthvað að gerast. Lífið á Vestfjörðum hefur lit. Þegar rætt er um brottflutning fólks er fátítt að á það sé minnst, að sjaldan er ládeyða í mannlífinu. Nánast á hverri stundu er eitthvað að gerast.

Skyldi það vera svo, að þessi stöðuga ólga í mannlífspottinum fæli einhverja frá? Mörgum er þannig farið að lognið á betur við þá en stormurinn. Átökin eru þeim ami fremur en skemmtan. Hinir eru þeir sem njóta átakanna út í ystu æsar. Þeim er fátt leiðara en mannlífslognið. Þeir láta því til sín taka. Best er auðvitað þegar á skiptast logn og stormur. Of mikið af öðru hvoru eykur á fábreytileik mannlífsins. Öfgar á annan veginn í þessum efnum eru jafn þreytandi og lognmollan, þegar allt flýtur án hæðar og lægðar í einhverjum doða. Má þá heldur biðja um líf í lit, þó með vestfirskum hætti og hörku sé. Nú eru úrslit í Holtsmálum ljós. Presturinn, séra Gunnar Björnsson, skal áminntur og vikið úr starfi sóknarprests á þessum sögufræga stað. Einhverjir gleðjast og aðrir hryggjast. Flestum eru þetta einfaldlega lok deilu, sem engum hefur orðið til góðs. Séra Gunnari hljóta þetta að vera erfið úrslit. Þetta yrði í annað skipti, sem sú niðurstaða verður staðfest í raun að söfnuður hans hafni honum. Megi betri tíð bíða.

Engum þykir gott að vera hafnað. Oftast býr fleira að baki en sýnist. Séra Gunnar er því miður ekki sá eini sem lúta verður höfnun safnaðar síns. Er það söfnuðum að kenna eða prestunum? Íslendingar hafa ekki verið taldir með kirkjuræknasta fólki. Þó hefur komið í ljós í ýmis konar könnunum, að Íslendingar svara því til aðspurðir, að þeir séu trúaðir, þótt augljósa trúrækni skorti. Skiptir þá nokkru hvernig prest söfnuðir Íslendinga fá? Svo einkennilegt sem það kann að hljóma hefur neytendahugsjónin náð einna lengst þegar rætt er um þjónustu presta. Sé til þeirra er leitað vilja sóknarbörn geta treyst þeim, þótt áður hafi kannski hvesst. Þau hafa verið umburðarlynd í garð sóknarpresta sinna ef trúnaður helst þeirra millum.

Með hinni sérkennilegu ritsmíð sinni og lýsingum á sóknarbörnum og forvera sínum gekk séra Gunnar Björnsson hreinlega svo langt að umburðarlyndi sóknarbarnanna fékk ekki þrifist lengur. Skiptu þá hæfileikar prestsins engu lengur. Því fór sem fór. Að skipa sér í hlutverk séra Jóns í Píslarsögunni er val þess er ræður.

Annar á förum

Séra Skúli Sigurður Ólafsson prestur á Ísafirði hlaut embætti prests Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð. Ísfirðingar missa annan prest sinn og Vestfirðingar skattstjórann, Sigríði Guðjónsdóttur eiginkonu hans. Þeim hjónum er óskað velfarnaðar á nýjum vegum. Þau hafa reynst farsæl í störfum sínum fyrir Vestfirðinga. Séra Skúli hefur náð til Ísfirðinga í þjónustu á vegum kirkjunnar.

Þótt hastarlegt sé að nefna hann í sömu andrá og þá presta, sem söfnuðir hafa hafnað, er það einfaldlega svo, að í stétt þeirra eins og í öðrum gildir að þjóna þeim sem njóta skulu. Í tilverunni streymir lífið sjaldnast áreynslulaust. Stundum hvessir. Þá skiptir miklu að sýna aðgát í návist sálar. Þeir sem það gera eiga gott samstarf við sitt fólk. Gagnkvæmt umburðarlyndi er ekki aðgerðaleysi heldur ræktun sambands.

Því miður gengur á ýmsu í hópi presta þjóðkirkjunnar. Lang stærsti hópurinn er sá sem séra Skúli tilheyrir. Hinir eru svo fáir að kirkjan má ekki gjalda þeirra.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli