Frétt

mbl.is | 29.10.2003 | 17:38Neyðarlínan dæmd til bóta fyrir brot á jafnréttislögum

Neyðarlínan braut lög um jafnan rétt kynjanna við ráðningu vakstjóra er hún gekk framhjá konu sem hafði í raun gengt starfinu óaðfinnanlega í fjögur ár. Dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirtækið af þessum sökum í dag til að borga konunni 1,1 milljón í fjárhagsbætur og 250.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konunni hafi verið hafnað við ráðningu í stöðu sem hún hafði í raun gegnt óaðfinnanlega í fjögur ár. Er hún afþakkaði lægri stöðu var henni sagt upp og voru ástæður uppsagnarinnar sagðar skipulagsbreytingar varðandi nýráðningu vaktstjóra en því fylgdi ábyrgð sem forsvarsmenn Neyðarlínunnar sögðu þurfa nýjan starfskraft til að sinna.
Ráðinn var karlmaður í stöðuna er verið hafði undirmaður konunnar og þrír karlmenn sem starfað höfðu við hlið hennar fengu ráðningu sem varðstjórar í þrjár stöðurnar af fjórum sem voru til umsóknar í umrætt sinn. Var eftir það engin kona í stöðu varðstjóra.

Af þeirri ástæðu og með vísan til laga segir Héraðsdómur að Neyðarlínan hafi haft sönnunarbyrði fyrir því að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um að hafna umsókn konunnar. Neyðarlínan hélt aðeins fram verðleikum eins varðstjóranna fjögurra sem ráðnir voru og taldi dómurinn ekki sýnt að hann hafi verið hæfari en konan til að gegna stöðunni með vísun til menntunar konunnar og starfs sem lögreglumanns en þó öðru fremur vegna fjögurra ára starfsreynslu hennar sem vaktstjóri.

Meiru varði þó að konan hafi sótt um stöðu varðstjóra, ótilgreint, en ekki einungis um stöðu varðstjóra deildar framangreinds varðstjóra. Hafi Neyðarlínan því á engan hátt sýnt fram á verðleika eða hæfni þeirra sem hlutu hinar varðstjórastöðurnar.

Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Neyðarlínan hafi brotið geng lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og að samkvæmt gögnum málsins yrði að telja upplýst að konan hafi sætt mismunun á grundvelli kynferðis.

Auk þess sem Neyðarlínan var dæmd til að greiða konunni 1.350.000 krónur með dráttarvöxtum og verðtryggingu frá í desember sl. var fyrirtækið dæmt til að borga 300.000 krónur í málskostnað. Gjafsóknarkostnaður konunnar, 350.000 krónur, var felldur á ríkissjóð.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli