Frétt

Stakkur 43. tbl. 2003 | 29.10.2003 | 16:16Nýja gjöf

Í síðustu viku birtist í BB einkar athyglisvert viðtal við Halldór Halldórsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Niðurstaða hans var sú að við Vestfirðingar þyrftum fleira fólk til þess að hjálpa okkur við að byggja upp samfélagið. Það er rétt svo langt sem það nær. En einn hængur er á. Við þurfum að vita hvert við ætlum. Á krossgötum er val nokkurra leiða. Hægt er að halda áfram, beint af augum og væntanlega til hægri eða vinstri. En sá möguleiki, sem oft gleymist að nefna, en er stundum notaður, er að snúa við. Við þurfum að varast það, en hins vegar megum við ekki forsóma að líta til baka til þess að greina þau víti sem varast ber, svo mistök endurtaki sig ekki. Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp dagana 5. og 6. september síðastliðna ,,taldi mikilvæg sóknarfæri felast í sérstöku skipulagi eða framtíðarsýn fyrir landshlutann er byggi á hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og nýtingu landshlutans með þeim hætti að eftir verði tekið verði það unnið.? Svo segir að minnsta kosti í frétt um þingið í 8. tölublaði Sveitarstjórnamála 2003. Hver skilur þetta orðalag. Ekkert er að finna sem hönd á festir. Alla sýn skortir á það hvert ber að stefna. Nær hefði verið að samþykkja að fela sérfræðingum Byggðastofnunar að leita að einhverjum færum fyrir Vestfirði og samþykkja svo útfærslu í framhaldinu!

Einhverjum kann að finnast að of neikvæður dómur sé kveðinn upp með þessum orðum. Það er ekki verið að leggja neinn dóm á þessa samþykkt, heldur einfaldlega verið að benda á hversu óskýr og ómarkviss hún er. Hver er sú sjálfbæra þróun sem verið er að tala um? Nú eða hver er nýtingin? Hægt væri að fara að dæmi Franklins D. Roosevelt, sem lagði upp í kosningabaráttu 1932 í Bandaríkjunum undir kjörorðinu ,,New Deal?, sem vitnar til spilamáls, þess að gefa upp á nýtt. Hann tók við 1933 og horfðist í augu við að 13 milljónir manna gengju atvinnulausar í þessu stóra ríki. En hvaða skoðun sem kunna að hafa á því hvernig Roosevelt reisti efnahagslíf Bandaríkja Norður Ameríku við er hollt að hugsa til þess að hann mótaði hvernig hann vildi gera það og færði þjóð sinni trúna á sig sjálfa með því að lofa tafarlausum og kraftmiklum aðgerðum. Hann sagði við innsetningu sína í forsetaembættið, ,,að hið eina sem væri að óttast væri óttinn sjálfur.?

Ástæða þess að vitnað er til 32. forseta BNA er sú, að hann tók aðgerðir fram yfir umræður þegar hallaði á þjóðina hans í ,,Kreppunni miklu?. Það er nákvæmlega það sem Vestfirðingar þarfnast í dag. Aðgerðir, helst strax, en vel mótaðar verða þær að vera. Biðin dregur kjarkinn úr íbúunum og nægir að vitna til núverandi ástands á Bíldudal og viðbragða íbúanna við sameiningu tveggja kirkjusókna. Það er svo, að glati fólki trúnni í hverjum skilningi sem er þá verður lífið erfitt og fólk leitar að betri lendum. Nauðsynlegasta skrefið sem bíður þess að verða stigið er að endurheimta trú hins almenna íbúa á vaxtarmöguleika Vestfjarða sem byggilegs og eftirsóknarverðs lands til að búa í og ala upp börn, þá komandi kynslóð sem ber vöxtinn í sér. Vissulega er gott að fá lektor á háskólastigi til Ísafjarðar, en það þarf miklu meira til. Hið eina bitastæða og raunverulega í áminntri frétt frá fjórðungsþinginu var hugmynd um sameiningu þriggja sveitarfélaga. Enn gleymist að nefna Bolungarvík og Súðavíkurhrepp. Hljómurinn er holur. Nú þarf að gefa upp á nýtt og skapa trú á framtíðina.


bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli