Frétt

Leiðari 43. tbl. 2003 | 29.10.2003 | 16:15Réttur litla mannsins

Að ,,oft veltir lítil þúfa þungi hlassi“ sannaðist þegar Egill Kristinsson frá Akureyri vann sigur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, þá hann undi ekki niðurstöðu Hæstaréttar Íslands. Sigur ,,litla mannsins“, sem óhikað reis upp gegn yfirvöldum, sem hann taldi hafa brotið á sér, vakti þjóðarathygli og leiddi til þess að íslensk stjórnvöld sáu sig knúin til að fara í einhverja mestu réttarbót sem gerð hefur verið á íslenska réttarkerfinu, aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds. Þessar sjálfsögðu réttarfarsreglur voru loks lögfestar hérlendis eftir áfellisdóm Mannréttindadómstólsins yfir íslensku réttarfari í máli Egils Kristinssonar undir lok níunda áratugs síðustu aldar.

Annar sigur ,,litla mannsins“ fyrir Mannréttindadómstólnum var í máli Sophiu Hansen þegar tyrknesk stjórnvöld voru snupruð vegna þess að þau sinntu í engu um aðstoða Sophiu við að ná fram umgengni við dætur hennar og Ísaks Halim Al, sem tyrkneskir dómstólar höfðu dæmt henni. ,,Það er ekki nóg að hafa lagabókstafinn og viðurkenna tiltekin réttindi, sem síðan eru orðin tóm,“ segir Björg Thorarensen, umboðsmaður ríkisstjórnar Íslands við dómstólinn. Og hún bætir við: ,,Oft er það þannig að málin sem kærð eru til dómstólsins hafa ekkert með lagarammann að gera, löggjöfin er oftar en ekki í góðu lagi en beitingu lagaheimilda og framkvæmd laganna getur verið áfátt.“

Mannréttindadómstóllinn er sagður á krossgötum. Gífurlegur málafjöldi er að verða honum ofviða. Fjölgun ríkja í Evrópuráðinu og þar með að Mannréttindasáttmála Evrópu ræður þar miklu. Þá má rekja aukninguna til þess ,,að menn hafa trú á dómstólnum, vita að hann virkar. Hann er raunhæft úrræði til að ná fram úrlausn sinna mála,“ segir Björg.

Í stöðugt fleiri og flóknari lagabálkum aukast líkur á að dómstólar á æðri stigum líti á það sem hlutverk sitt að sinna einungis málum sem hafa ,,verulega þýðingu“, eins og það er orðað og nú mun til umræðu hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn svör liggja þó fyrir um hvað telst veruleg þýðing. Og hverra hagsmuna er þá verið að gæta? Varla ,,litla mannsins.“ Fari svo lendir hann úti í kuldanum. Hætti Mannréttindadómstóllinn að sinna málum á borð við þau sem hér hafa verið gerð að umtalsefni á einstaklingurinn ekki í mörg hús að venda.

Vonandi leiða þeir nöpru vindar sem nú næða um Mannréttindadómstólinn ekki til þess að hinir ,,þýðingarmiklu“ njóti einir réttlætis.
s.h.


bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli