Frétt

Leiðari 9. tbl. 2000 | 01.03.2000 | 10:01Mannauður

,,Ég vinn tólf tíma á dag á vöktum, þar af eru 67% í næturvinnu og eftir sjö ára vinnu eru grunnlaunin 81.000 krónur á mánuði\", segir starfsmaður í flugafgreiðslu í auglýsingu frá Flóabandalaginu, sem hvetur menn til að sýna ábyrgð og frumkvæði í yfirstandandi samningsgjörð.

,,Það þarf enga flókna útreikninga til að sjá að það hlýtur að vera afskaplega erfitt að lifa af þessum lægstu töxtum\", segir forstjórinn í sömu auglýsingu.

Á sama tíma og auglýsingar af þessu tagi birtast í útbreiddustu blöðum landsins og á sama tíma og enginn grundvöllur virðist fyrir viðræðum Verkamannasambandsins og viðsemjenda þeirra, birtir Fjárfestingarbanki atvinnulífsins afkomutölur sínar og starfsmanna sinna.

Birting afkomutalna starfsmanna og þá einkum stjórnenda FBA skók þjóðfélagið, vægt til orða tekið. Sjálfur forsætisráðherra kvað þetta helv. mikið (ef rétt er munað) og baðst um leið velvirðingar á orðavali. Viðbrögð almennings voru hörð í fyrstu en hafa dvínað, sem eflaust stafar af því að venjulegt fólk ber ekki skynbragð á tölur af þessari stærðargráðu í launaumslagi.

Skýringin á þessum rausnarlegu og að því er virðist sjálfgefnu launakjörum, sem að sögn vísra manna eiga sér enga hliðstæðu í íslensku hagkerfi, er sá mikli mannauður sem í þiggjendunum býr. Það er hið nýja afl, mannauðurinn, sem stendur á bak við allan þennan mikla gróða sem gripinn var með skjótum hætti í hirslur FBA, strax og tekist hafði að forða bankanum undan oki ríkisvaldsins.

Ef horft er á afkomutölur FBA-manna annars vegar og tekið mið af skýringum þeirra, og hins vegar á sjö ára taxta afgreiðslumannsins í auglýsingunni, má ljóst vera að mannauðurinn í flugafgreiðslunni er léttvægur talinn. Er reyndar sama hvert litið er. Afkomutölur flestra stétta bera ekki vott um mikinn mannauð.

Er þetta sem koma skal? Leynist framtíð íslensku þjóðarinnar í því að sem flestir sitji við tölvur daginn út og inn og höndli fram og aftur með sömu hlutabréfin og verðbréfin? Ef gengið er út frá afkomutölum er fátt sem bendir til að mannauðinn sé að finna í sveitum landsins eða sjávarþorpum, þangað sem frumþarfir þjóðarinnar hafa hingað til verið sóttar.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því í hönd farandi samningaviðræðum hvort reynt verður að draga mannauðinn upp á yfirborðið eða hvort áfram verður tönnlast á hættunni sem þjóðfélaginu ku stafa af því að bætt sé nokkrum þúsundköllum í launaumslög fólks á borð við manninn í flugafgreiðslunni.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli