Frétt

mbl.is | 29.10.2003 | 08:16Stefna ríki vegna álagningar tekjuskatts á ávöxtun lífeyris

Lífeyrisþegi í Reykjavík hefur stefnt íslenska ríkinu vegna álagningar tekjuskatts á greiðslur úr Lífeyrissjóðnum Framsýn fyrir tekjuárið 2001. Skv. ákvörðun skattstjórans í Reykjavík, í júlí 2002, vegna tekna lífeyrisþegans fyrir árið 2001, var ávöxtunarhluti lífeyrisgreiðslna stefnanda skattlagður með sömu skattprósentu og almennar launatekjuur, þ.e. með 38,78% skatti, að því er fram kemur í stefnunni. Lífeyrisþeginn telur á hinn bóginn að ríkinu beri að skattleggja þann hluta greiðslnanna úr lífeyrissjóðnum sem feli í sér vexti, verðbætur og aðra ávöxtun innborgaðs iðgjalds í lífeyrissjóðinn með sömu skattprósentu og aðrar fjármagnstekjur, þ.e með 10% skatti. Lífeyrisþeginn vill að þetta verði viðurkennt með dómi sem og að fyrrgreind ákvörðun skattstjórans verði felld úr gildi.
Ríkislögmaður hefur fyrir hönd íslenska ríkisins gert kröfu um að málinu verði vísað frá dómi en til vara að ríkið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda. Í greinargerð Einars Karls Hallvarðssonar lögmanns kemur m.a. fram að í stefnunni sé ekki að finna ótvíræðar tölulegar forsendur fyrir kröfunni, þ.e. hvaða hluta teknanna stefnandi telji vera fjármagnstekjur og hvaða hluta ekki. Segir í greinargerðinni að kröfur stefnanda varði því í raun ímyndað álitaefni og hagsmuni sem ekki séu skilgreindir "sem hluti af þeim lífeyrisgreiðslum sem stefnandi fékk frá Lífeyrissjóðnum Framsýn". Málflutningur um frávísunarkröfuna fór fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Búist er við því að niðurstaðan liggi fyrir innan nokkurra vikna.

Jónas Þór Guðmundsson lögmaður flytur málið fyrir hönd stefnanda. Í stefnu hans kemur m.a. fram að skv. reglum og lögum, s.s. lögum um tekjuskatt og eignarskatt, hafi vinnuveitendur um margra ára skeið dregið 4% af launum starfsmanna, þ.ám. af launum stefnanda, og greitt til lífeyrissjóðs ásamt 6% mótframlagi. "Lengst af hefur ekki verið greiddur skattur af þessum 4% launum, fyrr en við útgreiðslu lífeyris úr lífeyrissjóði. Þetta felur m.ö.o. í sér, að lengst af hefur einvörðungu verið greiddur skattur af 96% af launatekjum, þegar þær falla til, en skattgreiðslum hefur verið frestað af þeim 4% af launum, sem greidd eru sem iðgjald til lífeyrissjóða, þar til við útborgun úr sjóðnum."
Síðan segir að við útborgun lífeyris úr lífeyrissjóði hafi lífeyrisþegum, þ.ám. stefnanda, verið gert að greiða skattinn - en ekki eingöngu af höfuðstólnum, sem innborgað iðgjald launþega og avinnurekenda hafi myndað - heldur einnig af vöxtum, verðbótum og annarri ávöxtun. Sá skattur hafi verið 38,78% vegna tekjuársins 2002.

Í stefnunni er greint frá því að 10% fjármagnstekjuskattur hafi verið tekinn upp árið 1996, með breytingum á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Segir að tilgangur skattsins hafi fyrst og fremst verið sá að samræma skattlagningu allra fjármagnstekna einstaklinga. "Þrátt fyrir þennan tilgang var 10% fjármagnstekjuskatturinn ekki látinn taka til vaxta, verðbóta og annarrar ávöxtunar af iðgjaldi til lífeyrissjóða. Var það eini flokkur fjármagnstekna einstaklinga, sem ekki féll undir hinn sérstaka fjármagnstekjuskatt."

Í stefnunni segir að þetta fyrirkomulag fari m.a. í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar og við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þ.e. að "það feli í sér ólögmæta mismunun með tilliti til skerðingar á stjórnskipulega vernduðum eignum stefnanda að skattleggja ávöxtunarhluta greiðslna hans úr lífeyrissjóði með sömu skattprósentu og launatekjur, en ekki með sömu skattprósentu og tekjur af öðru fjármagni, þ.e. 10% fjármagnstekjuskatti."

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli