Frétt

Kreml - Anna Sigrún Baldursdóttir | 28.10.2003 | 09:15Er framtíð í heilbrigðiskerfinu?

Það er ótrúlegt til þess að hugsa að um helmingur þeirra meðferða sem veittar eru í dag innan heilbrigðisgeirans var ekki mögulegur fyrir aðeins 10 árum. Miðað við að lög um heilbrigðisþjónustu á Íslandi kveða á um að öllum skuli standa til boða sú fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á þarf engan að undra að heilbrigðiskerfið okkar sé fjárfrekt. Það er jú dýrt að tolla í tískunni. Hins vegar eru flestir sammála um að vera framarlega þegar kemur að tískustraumum í heilbrigðiskerfinu. Langflestir eru tilbúnir að samþykkja að það sé sameiginlegt hagsmunamál okkar að halda uppi öflugu heilbrigðiskerfi sem er opið öllum þegnunum.
Framþróun í heilbrigðisvísindum er hins vegar mjög ör og kostnaður sem af því hlýst mun meiri en sameiginlegir sjóðir landsmanna virðast ráða við, miðað við umræður um vaxandi fjárþörf heilbrigðiskerfisins og tilraunir til að sporna við útgjaldaaukningu. Til að auka enn á kostnað í kerfinu glímir heilbrigðisþjónustan við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar, þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega mest og þeim sem mestrar þjónustu þarfnast í þeim hópi fjölgar langmest.

Úrræðaleysi á nánast öllum stigum þjónustu við þennan viðkvæma hóp sem dagar uppi í dýrum bráðarýmum hefur orðið til þess að þjónusta við aðra neytendur takmarkast vegna plássleysis. Þar er verið að veita öldruðum ranga þjónustu, á röngum stað og á röngum tíma. Þetta er reyndar ekki eini hópurinn sem er í þessari stöðu, sama má segja um geðfatlaða. Enn síður er þetta séríslenskt vandamál og á ensku hefur þeim sem teppa rými á bráðadeildum vegna úrræðaleysis annars staðar verið gefið heitið „bed-blockers“.

Vandi heilbrigðiskerfisins kristallast í reglulegum fréttum af fjárhagsvanda Landspítala-Háskólasjúkrahúss, sem stöðugt berst vð að halda uppi því þjónustustigi sem notendur þjónustunnar krefjast, með fjárheimildum sem fyrirsjáanlegt er að duga ekki til þetta árið frekar en svo mörg þar á undan. LSH glímir við þá undarlegu mótsögn sem fæst fyrirtæki þekkja, að litið á vöxt í starfseminni sem óæskilega – óhamda brennslu á skattpeningnum – en ekki vísbendingu um að þar að baki sé raunverulegur árangur og þar af leiðandi framlegð til þjóðfélagsins, t.d. í formi frísks fullvinnandi fólks.

Notendur heilbrigðisþjónustunnar í dag eru kröfuharðari en áður var. Þeir eru upplýstari og vita meira um ólík meðferðarform sem þeim standa til boða eða er neitað um vegna takmarkaðs aðgengis eða niðurskurðar. Ef þeir vita ekki um slíkt er afar auðvelt að nálgast upplýsingarnar á internetinu. Kröfur fólks um skilvirka og árangursríka þjónustu mun fara fram úr getu/vilja ríkisrekins heilbrigðiskerfis til að mæta þeim. Sennilega er sú þegar orðin raunin og eru einkareknar læknastöðvar og ýmis einkarekin heilbrigðisþjónusta í landinu til marks um þetta.

Ef eftirspurn er eftir einhverri þjónustu er yfirleitt einhver tilbúinn að veita hana gegn hæfilegri þóknun. Sú er raunin í heilbrigðsþjónustunni eins og annars staðar. Að reyna að loka augunum fyrir þessu og fordæma allan einkarekstur eins og um hreina einkavæðingu sé að ræða er í besta falli kjánalegt, versta falli hættulegt. Raunhæfara er að opna allar mögulegar leiðir í einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og efla um leið eftirlit með slíkri starfsemi í landinu. Slíkt myndi auka árangur og skilvirkni í þjónustunni og færa okkur nær markmiðinu um fullkomustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á fyrir alla.

Það er sérkennileg mótsögn að það ríkisvald sem hindrar möguleika fólks til að leita sér lækninga og heilbrigðisþjónustu með eigin fé – í nafni réttlætis og jöfnuðar – býður háum sem lágum best þekktu leiðirnar til að eyðileggja heilsuna, nefninlega hjá ÁTVR. Maður hefur sumsé blessun ríkisins til að nota eigin aura til að skaða heilsuna með reykingum og áfengisneyslu, en ekki nema að takmörkuðu leyti til að bæta hana ef það er ekki á ríkisreknum forsendum.

Við höfum ekki lengur efni á að stinga höfðinu í sandinn og forðast alvöru umræður um breyttar forsendur í heilbrigðisþjónustunni og hvernig við getum best mætt þeim. Því fyrr sem vitræn umræða um framtíð íslenskrar heilbrigðisþjónustu og hlutverk einkaframtaksins kemst á verulegt flug, því betra. Að öðrum kosti munum við áfram búa við vítahring aukins kostnaðar en hlutfallslega lélegri nýtingu fjármuna í heilbrigðiskerfinu. Þá verða það mjög fáir, útvaldir af kerfinu, sem njóta fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en ekki við öll.

Vefritið Kreml

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli