Frétt

| 01.03.2000 | 09:53Reynt verður að tryggja upplýsingar

Kristján Haraldsson.
Kristján Haraldsson.
Á mánudaginn höfðu allmargir samband við blaðið og létu í ljós óánægju með takmarkaðar fréttir af rafmagnsmálum á Ísafirði og víðar hér um slóðir. Eins og fram hefur komið urðu verulegar rafmagnstruflanir á svæðinu um síðustu helgi. Sumir kváðust hafa reynt að hringja til að fá upplýsingar hjá Orkubúi Vestfjarða en ekki hefði verið svarað í síma, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir.
Meðal annars barst blaðinu eftirfarandi í tölvupósti frá starfsmanni á fjölmennum vinnustað á Ísafirði:
„Við vorum að tala um það hér á mínum vinnustað, að okkur þætti Orkubú Vestfjarða standa sig sérlega slaklega hvað tilkynningar til viðskiptavina sinna varðar. Auðvitað hafa allir fullan skilning á erfiðleikum Orkubúsins hvað varðar bilanir þegar óveður geisa.

En Orkubúið er þjónustufyrirtæki í okkar þjónustu og það þykir í dag lágmarksskylda slíks fyrirtækis að kappkosta að upplýsa sína viðskiptavini um gang mála, hvað hafi farið úrskeiðis og hvenær þess sé að vænta að hlutirnir komist í lag. Til þess eru greinilega ljósvakamiðlarnir fúsir að aðstoða.“

Blaðið leitaði til Kristjáns Haraldssonar, orkubússtjóra, og bar umræddar kvartanir undir hann.

,,Í bilanahrinu þeirri sem gekk yfir frá um 13:30 til 22:00 sl. sunnudag var ástand raforkukerfisins mjög óstöðugt. Rofar slógu út, hægt var að setja þá inn aftur enn þær duttu svo fljótlega út á nýjan leik. Fljótlega varð ljóst að Vesturlína tolldi ekki inni og ekkert rafmagn eftir henni að hafa, en jafnframt voru erfiðleikar í Mjólkárvirkjun og tolldu vélarnar þar ekki á kerfinu og slógu út í tíma og ótíma. Jafnframt þessu var svo kerfisbilun á Ísafirði sem olli því að í hvert skipti sem reynt var að setja inn Hnífsdalsstreng sló öllu kerfinu út. Allt þetta olli því að ekkert var vitað með vissu um hvað væri að eða hvaða upplýsingar væri hægt að gefa hvenær lag kæmist á rafmagnsmálin,“ sagði Kristján Haraldsson.

Kristján sagðist ennfremur hafa sjálfur haft samband við fréttastofu Ríkisútvarpsins uppúr kl. 19 og gert þeim grein fyrir stöðu mála. ,,Hvort fréttastofan kom þeim upplýsingum áleiðis veit ég ekki.

Sá starfsmaður sem var á stjórnvakt hafði meir en nóg að gera við að bregðast við breytingum á raforkukerfinu og hafði því enga möguleika á að sinna símsvörun. Hingað til hefur Orkubúið ekki kallað út starfsfólk til að sinna símsvörun utan daglegs vinnutíma en vel má vera að það sé nauðsynlegt.

Ég er sammála því að Orkubúið hafi staðið sig slaklega í upplýsingagjöf til viðskiptavina sinna í þessari bilanahrinu og bið þá velvirðingar sem urðu fyrir óþægindum af þessum sökum. Þó ekkert sé vitað um ástand mála og horfur, þá er það upplýsingar útaf fyrir sig. Ég mun því reyna að tryggja að viðskiptavinum verði svarað í síma 450 3211 í framtíðinni þegar um umfangsmiklar truflanir er að ræða. Að lokum undrast ég að engin viðskiptavinur Orkubúsins skuli hafa haft samband við mig og kvartað yfir þessu þjónustuleysi.“

bb.is | 27.09.16 | 11:48 Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt „Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli