Frétt

bb.is | 27.10.2003 | 09:19Ísafjarðarbær: Ráðherra skipti sjálfur kvóta innan sveitarfélagsins

Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ hafa ekki afskipti af útdeilingu á þeim 118,9 þorskígildistonnum sem komu í hlut bæjarfélagsins við úthlutun á byggðakvóta til stuðnings sjávarbyggðum fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins um úthlutunina kemur fram, að sveitarfélögum sé gefinn kostur á að gera tillögur um nánari skiptingu þess kvóta sem í hlut þeirra kemur. Bæjaryfirvöld vilja að sjávarútvegsráðherra annist sjálfur skiptinguna í samræmi við gildandi reglugerðarákvæði. Þessi niðurstaða var samþykkt mótatkvæðalaust á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag í samræmi við tillögu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í málinu fyrr í vikunni. Umrætt reglugerðarákvæði er svohljóðandi:
„Ráðuneytið skal skipta þeim veiðiheimildum sem koma í hlut hvers sveitarfélags milli einstakra fiskibáta sem skráðir eru frá viðkomandi sveitarfélagi 1. september 2003. Skal úthluta til einstakra aflamarksskipa og krókaaflamarksbáta hlutfallslega miðað við heildaraflamark þeirra í botnfiski, í þorskígildum reiknað, miðað við úthlutun til þeirra á grundvelli aflahlutdeilda í upphafi fiskveiðiárs 2003/2004. Við úthlutun skal heildaraflamark einstakra báta ekki aukast um meira en 100% miðað við úthlutun í upphafi fiskveiðiárs 2003/2004 og enginn bátur skal hljóta meira en 15 þorskígildislestir miðað við óslægðan fisk. Afla sem úthlutað er samkvæmt þessari grein er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags.“

Þegar mál þetta var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sl. fimmtudag lagði meirihlutinn (B og D) fram eftirfarandi bókun:

„Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að úthlutun byggðakvóta er ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar. Það er verkefni sjávarútvegsráðherra að ákveða forgangsröðun og úthlutun samkvæmt henni. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að 118,9 tonn af 1.500 fyrir þetta fiskveiðiár komi til úthlutunar innan Ísafjarðarbæjar. Til stuðnings þeirri ákvörðun styðst ráðherra við ákveðið kerfi, sem gefur til kynna mismunandi vægi milli byggðarlaga innan sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hafði engin áhrif á það kerfi ráðherra, sem forgangsraðar milli sveitarfélaga og byggðarlaga. Þess vegna er eðlilegast að ráðherra úthluti sjálfur byggðakvótanum og geri það með þeim hætti, sem hann telur nýtast viðkomandi útgerðum best. Ráðherra hefur áður úthlutað byggðakvóta, hann hefur sett fordæmið og þess vegna eðlilegast að hann ljúki málinu sjálfur án íhlutunar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Aðalatriðið er að byggðakvótinn komi til viðkomandi sveitarfélags og nýtist atvinnulífinu þar til uppbyggingar.“

Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi (F) lagði fram svohljóðandi tillögu í málinu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að beina því til sjávarútvegsráðuneytisins, að úthlutun byggðakvóta til útgerða í Ísafjarðarbæ á þessu hausti taki mið af fyrri úthlutunum ráðuneytisins á byggðakvóta til svæðisins, þ.e. að þeir sem minnst hafa fengið fram til þessa verði nú látnir njóta forgangs. Höfð verði hliðsjón af punktakerfi því, sem sjávarútvegsráðuneytið lagði til grundvallar við skiptingu kvótans nú á milli einstakra landsvæða, við skiptingu kvótans á milli byggðarlaga í Ísafjarðarbæ. Úthlutunin nái eingöngu til krókaaflamarksbáta.“

Með tillögu sinni lagði Magnús Reynir fram svohljóðandi greinargerð:

„Enn á ný úthlutar sjávarútvegsráðuneytið svokölluðum byggðakvóta, að þessu sinni heilum 1.500 tonnum í þorskígildum talið til skiptanna. Að þessu sinni er sveitarstjórnum gefinn kostur á að hafa áhrif á úthlutunina, þótt alls ekki sé tryggt að vilji þeirra ráði. Ráðuneytið hefur síðasta orðið, svo sem verið hefur undanfarin ár við úthlutun byggðakvóta. Vissulega er mikið matsatriði hvort sveitarstjórnir eigi að koma að slíkum gjörningi, sem úthlutun af þessu tagi er, og í bæjarráði sl. mánudag var undirritaður á þeirri skoðun að koma ekki að úthlutuninni. Síðan hafa hagsmunaaðilar m.a. bent á, að allt eins gæti hugsast að togaraflotinn í Ísafjarðarbæ, og þar með talinn verksmiðjutogarinn Júlíus Geirmundsson, gæti fengið allt að 15 tonnum hver af þeim 118,9 tonnum sem til Ísafjarðarbæjar renna, skv. ákvörðun ráðuneytisins. Til m.a. að eiga ekki þátt í slíkum hugsanlegum gjörningi er fyrrnefnd tillaga flutt, um leið og sú ósk er látin í ljós, að Alþingi og ríkisstjórn sjái nú brátt að sér og leggi af með öllu úthlutanir svokallaðs byggðakvóta og komi á heilbrigðu og réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi, sem tryggi hinum dreifðu sjávarbyggðum Íslands tilverurétt.“

Lárus G. Valdimarsson bæjarfulltrúi (S) lagði fram svohljóðandi bókun í málinu, sem undirrituð var af honum og Bryndísi G. Friðgeirsdóttur bæjarfulltrúa (S):.

„Undirri

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli