Frétt

| 15.03.2001 | 11:21Uppselt var á allar sýningarnar fimm

Úr Landi míns föður í uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði.
Úr Landi míns föður í uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði.
Tæplega 500 manns sáu Land míns föður á Sólrisu Menntaskólans á Ísafirði. Ráðgerðar voru fjórar sýningar en einni aukasýningu var bætt við í gærkvöldi, þó að Sólrisuhátíðin sé liðin. Uppselt var á allar sýningarnar fimm og viðtökur áhorfenda og áheyrenda mjög góðar. Hávar Sigurjónsson, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, skrifar afar lofsamlegan leikdóm um sýninguna í Morgunblaðið í dag. Hávar segir þar m.a.:
Þegar um er að ræða stóran og áhugasaman hóp ungra leikenda, þá er verk á borð við Land míns föður auðvitað rakið verkefni; þar fá allir eitthvað við sitt hæfi, hlutverkin eru fjölmörg og allir þurfa að leika, syngja og dansa og þótt leikstjórinn færist heilmikið í fang, þá er jafnvíst að áhorfendur munu verða þakklátir fyrir framtakið. Ekki má gleyma því að verkið færir með sér þekkingu á nýliðinni sögu okkar, hernámi og undanfara lýðveldisstofnunar. Sú kynslóð leikenda sem hér hélt á spöðum þekkir þessa sögu ekki nema af afspurn og hefur sjálfsagt aldrei leitt hugann að þeim aðstæðum sem hér var búið við á 5. og 6. áratug aldarinnar.

Leikstjórinn, Elvar Logi, hefur skapað skemmtilega og líflega sýningu og nýtir sér möguleika rýmisins til hins ýtrasta. Útgönguleiðir eru fjölmargar og leikið um allan salinn, þótt hefðbundin sviðsetning hafi ráðið ferðinni við flest atriðin. Umgjörð sýningarinnar var í lágmarki en þess meiri áhersla lögð á búninga leikenda og greinilegt að þar hafði víða verið leitað fanga. Tónlistarflutningurinn var ljómandi góður, hljómsveitin studdi vel við söngvarana og söngtextar skiluðu sér ágætlega.

Ástæða er til að hrósa leikhópnum í heild fyrir frammistöðuna og sérstaklega má nefna að Herdís Anna Jónasdóttir og Ingvar Alfreðsson í hlutverkum Báru og Sæla stóðu sig með prýði, Greipur Gíslason var bráðskemmtilegur í hlutverki Leifs lögregluþjóns og ekki má gleyma Hauki S. Magnússyni í hlutverki Péturs postula. Drykkjuatriði þeirra tveggja var hreint kostulegt.

Greinilegt var á frumsýningu að sýningin féll í góðan jarðveg og hef ég haft af því spurnir að sýningum hafi verið mjög vel tekið í framhaldinu. Mátti enda greinilega sjá af viðtökum og þakkarávarpi skólameistara, Björns Teitssonar, í lok sýningar að leiklistarstarf nemenda MÍ er metið að verðleikum og skilar þeim árangri sem að er stefnt.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli