Frétt

Sælkerar vikunnar - Hjalti Þórðarson og Guðbjörg K. Ólafsdóttir á Ísafirði | 24.10.2003 | 17:38Frábær forréttur, lambalifur og eftirréttur „sans pareil“

Forrétturinn er einfaldur og góður úr hörpudisk. Mjög mikilvægt er að steikja hann ekki of mikið því þá verður hann seigur. Munið bara að hörpudiskurinn er vel ætur hrár. Enn er hægt að fá nýja lambalifur og því er tilvalið að nota hana í aðalrétt. Hún er bæði ódýr og holl en getur líka verið mjög ljúffeng og er hægt að matreiða á ýmsa vegu. Eftirrétturinn er svo ættaður frá „bera kokknum“ Jamie Oliver.
hörpudiskur
sítrónupipar
ólífuolía (má nota smjör en lítið þó)

Hreinsið hörpuskelina (fjarlægið sinina), stráið sítrónupipar yfir og látið standa í ísskáp í 1-2 tíma. Hitið olíu á pönnu og swissið bitana.

Berið fram með hrísgrjónum og Hollandaise sósu sem er löguð úr pakka eftir leiðbeininingunum en verður að bragðbæta með sítrónusafa eftir smekk.


Lambalifur í ofni

500 g lambalifur
3 msk hveiti
2 laukar (afhýddir og grófsaxaðir)
4 dl sveppir (skornir í sneiðar)
40 g smjör
1/2 tsk karrý (eftir smekk)
salt og pipar

Hreinsið lifrina vel og vandlega, skerið úr henni æðar og himnur. Lifrin er skorin í bita og hver biti hafðu svona eins og 2 sykurmolar að stærð. Blandið saman hveiti og kryddi og veltið lifrinni upp úr blöndunni. Steikið laukinn við vægan hita þar til hann er orðinn meir, setjið sveppina út í og steikið aðeins lengur.

Takið grænmetið af pönnunni og reynið að halda sem mestu eftir af feitinni. Steikið lifrina létt. Raðið í eldfast mót og setjið lauk og sveppi yfir.

Sósa
2 dl súrmjólk
1/2 dl tómatsósa
4 msk gráðostur

Blandið hráefninu vel saman og hellið yfir lifrina.Setjið lok eða álpappír yfir og bakið við 175 gráður í 15-20 mínútur. Tilvalið er hafa karöflumús og gott brauð með.


Eftirréttur „sans pareil“

Setjið vanillustangir og sykur saman í blandara eða matvinnsluvél. Á móti einu glasi af vanillustöngum fara u.þ.b. 200 g af sykri. Látið kurlast um stund (5-10 mínútur). Kaupið þá ávexti og ber sem ykkur finnst góð, t.d. perur, epli og vínber, bara eftir smekk hvers og eins. Setjið í ofnskúffu eða stórt eldfast mót, stráið vanillusykrinum yfir og bakið við 200 g í u.þ.b. 10 mínútur eða þangað til sykurinn er farinn að bráðna og safi farinn að koma úr ávöxtunum.

Berið fram með ís og þeyttum rjóma. Þið hafið ekki lifað fyrr en þið hafið borðað heit vínber.

Vanillusykurinn er svo hægt að nota í ýmsa rétti og geymist lengi. Hann er góður t.d. í pönnukökur og ýmsa eftirrétti.

Við skorum á Rósu Kristbjörgu Magnúsdóttur og Guðbjart B. Jónsson á Ísafirði að koma með eitthvað gott í næstu viku.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli