Frétt

Karl V. Matthíasson | 14.03.2001 | 23:06Nokkur orð um skýrslu í sjávarútvegi

Sr. Karl Valgarður Matthíasson, alþingismaður.
Sr. Karl Valgarður Matthíasson, alþingismaður.
Við lifum í miklu skýrslusamfélagi. Það getur verið ágætt að fá skýrslur um hitt og þetta. Þá hefur margt fólk einnig atvinnu við það að vinna skýrslur. Skýrslugerð og nefndastörf geta líka verið gott skálkaskjól fyrir þá sem bera ábyrgð á málefnum samfélagsins, en hafa ekki getu til að taka þar á, sem brýna nauðsyn ber til. Það er alltaf hægt að segja: „Það er nefnd að vinna í málinu, hún mun skila af sér skýrslu innan tíðar.“ Og á meðan drabbast hlutirnir niður og miðar hratt og örugglega aftur á bak.
Nú er ein skýrslan komin enn. Það var ágætt að þessi skýrsla kom fram. Þetta var skýrsla sem Haraldur Líndal Haraldsson gerði sem starfsmaður Nýsis hf. fyrir Byggðastofnun.

Skýrslan ber heitið Sjávarútvegur og byggðaþróun á Íslandi. Þetta er kolsvört skýrsla. Hún afhjúpar algerlega hvílíkt böl sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur leitt yfir land og þjóð. Skuldir sjávarútvegsins hafa stóraukist, byggðir sem áður þóttu eftirsóttar til búsetu eiga undir högg að sækja.

Í september árið 1992 réðu 20 stærstu handhafar veiðiheimilda yfir 36% af heildarveiðiheimildum, en núna, tæpum níu árum síðar, hefur þetta breyst í 59%. Þetta finnst sumum frábært – „þetta er svo mikil hagræðing“, er sagt. Þá eru menn að tala og hugsa um hinn svokallaða gróða í aurum talinn. Það á lítið sem ekkert skylt við grósku í mannlífi.

Þeir sem eingöngu hugsa um hið gilda vald Mammons eða verða að beygja sig auðsveipir undir það geta aldrei komið byggðum landsins að gagni. Það er alveg sama hversu mikið gull þeir bjóða og hversu margar tillögur þeir koma með: Það verður án árangurs, einfaldlega vegna þess að þeir eru nytsamir sakleysingjar og verða að hlýða.

Hver verða viðbrögð stjórnvalda við umræddri skýrslu Byggðastofnunar? Kannske kemur önnur í kjölfarið sem segir að þetta sé allt í lagi því þetta eigi einfaldlega að vera svona – það sé hagræðingin.

– Karl V. Matthíasson, 2. þingmaður Vestfirðinga.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli