Frétt

Vefþjóðviljinn | 24.10.2003 | 11:17„Skoðunarmaður reikninga“ og styrkur vegna „orkuátaks Latabæjar“

Ef draga á einhvern lærdóm af því hve hratt útgjöld ríkis og sveitarfélaga hafa aukist á síðustu árum mætti helst ætla að hugtakið sparnaður væri ekki lengur til í opinberum rekstri og niðurskurður væri bannaður. Þá hlýtur svarið nei að vera með öllu merkingarlaust gagnvart þeim sem sækja í opinbera sjóði nema það þýði í raun já. Til marks um það hve skeytingarleysið um hag skattgreiðenda er orðið algjört efndi fréttastofa Ríkissjónvarpsins í gær til einstæðrar sýningar á tilraun til þess að slá heimsmetið í heimtufrekju.
Sagt var skilmerkilega frá því að „skoðunarmaður reikninga“ sveitarfélagsins Árborgar mótmælti því nú með ýmsum ráðum að sveitarfélagið hefði hafnað styrkumsókn frá „Latabæ“ vegna „orkuátaks“. Ekki virtist þó um að ræða tilraun við met í fjárhæðum heldur var frekar verið að sýna sveitarstjórnarmönnum að engin umsókn um fé skattgreiðenda væri svo snautleg að ekki væri einhvers staðar einhver tilbúinn til að fara í sjónvarpið og segja sveitarstjórnina hafa brugðist æskunni og stefnt framtíð landsins í voða með því að láta ekki fé af hendi rakna.

Mætti skoðunarmaðurinn í viðtal um þetta mál eins og ekkert væri sjálfsagðara. Stóð hann þarna frammi fyrir alþjóð og lét móðan mása um hvílík hörmung það væri að skattarnir væru ekki hækkaðir á íbúa Árborgar til að „Latibær“ gæti haldið orkuátakið sitt. Eins og allir sem hafa vondan málstað að verja lét skoðunarmaðurinn þess getið að mikill almennur vilji væri meðal íbúa Árborgar til að styðja „orkuátakið“ og hefði hann jafnvel hitt mann út á götu sem væri því fylgjandi.

Fréttamanninum þótti auðvitað engin ástæða til að spyrja skoðunarmanninn hvert vandamálið væri eiginlega ef svo mikill vilji væri í bænum til að styðja „orkuátakið“. Er sveitarstjórnin þá ekki óþarfur milliliður? Þótt margt sé bannað þá hefur það ekki enn verið leitt í lög að íbúum Árborgar sé bannað að styrkja Latabæ.

Sem kunnugt er hefur það gjarnan verið notað sem röksemd fyrir auknum útgjöldum hins opinbera til ákveðins máls að naumt sé skammtað til hans fyrir. Í fréttinni af skoðunarmanninum og Latabæ kom fram að flest önnur stærri sveitarfélaga hefðu styrkt átakið. Þar með var gefið í skyn að það væri sérstakur álitshnekkir fyrir Árborg að skorast undan. Það þykir með öðrum orðum sérstakur rökstuðningur við aukin opinber útgjöld að þau séu mikil fyrir!

Í viðtali við Hallgrím Thorsteinsson á Útvarpi Sögu í gær hélt Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ því fram að með fjárlagafrumvarpinu væri verið að „lækka hátekjuskatt“. Hið rétta er að hátekjuskatturinn svonefndi, sérstakur tekjuskattur, átti að óbreyttu að falla niður um næstu áramót. Það var því tekin sérstök ákvörðun um að leggja hann á að nýju þótt hann verði lægri en síðast þegar blásið var í hann lífi.

Hvorugur stjórnarflokkanna minntist á það fyrir kosningar að skatturinn myndi rísa upp frá dauðum á kjörtímabilinu. Flokkarnir lofuðu hins vegar að lækka tekjuskattinn á alla. Í stað þess hafa þeir ákveðið að hækka hann á suma með því leggja sérstaka tekjuskattinn á að nýju.

Vefþjóðviljinn

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli