Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 23.10.2003 | 21:34Hið alþjóðlega þrælahald

Ingólfur Margeirsson.
Ingólfur Margeirsson.
Um daginn þegar ég var að fletta Sunday Times rakst ég á grein með fyrirsögninni: „Við vorum þrælar, segja byggingaverkamenn við Queen Mary 2.“ Einhvers staðar klingdi nafnið Kárahnjúkar í kolli mér þegar ég sá þessa fyrirsögn. Og enn styrktist hljómurinn við frekari lestur. Greinin segir frá byggingaverkamönnum frá vanþróuðum ríkjum sér í lagi frá Indlandi sem lagt hafa leið sína til Frakklands þar sem stærsta skipasmíðastöð Frakklands, Chantiers de l?Antantique er í óða önn að smíða risaskipið Queen Mary 2. Þetta fljótandi ferlíki sem er upp á 150 þúsund tonn mun leysa fyrri Queen Mary af hólmi enda það skip aðeins upp á litlar 81 þúsund tonn. Tilboð Frakkanna var lægst. En líkt og Impreglio sögðu þeir ekki, hvernig þeir myndu skera niður kostnaðinn við framkvæmdina svo hægt væri að henda inn jafn lágu tilboði.
Svarið í Frakklandi er það sama og á Kárahnjúkum; borga hinum erlendu farandverkamönnum lítið og illa og alls ekki í samræmi við ríkjandi taxta í landinu. Ofan á þessar hörmungar bætast svo félagslegt óréttlæti og vond ytri skilyrði. Kannast einhver við formúluna.? Indversku verkamennirnir eru ráðnir af undirverktaka frönsku skipasmíðastöðvarinnar, ráðningafélagi sem heitir Tata og er skráð í Indlandi. Þegar undirverktakarinn hafði ráðið Indverjanna til verksins voru vegabréfin tekin af verkamönnunum og þau ekki afhend fyrr en ráðningasamningi lauk. Samkvæmt upplýsingum Sunday Times er 80 prósent af verkamönnunum við smíði Queen Mary ráðin gegnum undirverktaka. Öllum kvörtunum Indverjanna beinir franska skipasmíðastöðin til Tata og kennir því félagi um það sem miður fer.

Frönsk verkalýðsfélög sem hafa reynt að aðstoða Indverjana í baráttu þeirra lenda því oft í alþjóðlegum loftfimleikum, milli fyrirtækja og milli þjóðríkja. Oftar en ekki er svo búið um hnútana að lausn fæst seint á málunum. Afskipti franskra verkalýðsfélaga vöktu athygli fjölmiðla í Frakklandi sem varð til þess að mörgum verkamönnum var sagt upp og skildir eftir á götunni eins og breska stórblaðið orðar það.“Við vitum ekki hvað við eigum að gera,? segir Marc Ameil, talsmaður frönsku verkalýðsfélaganna. „Indverjarnir eru á móti öllum leiðum og aðgerðum sem gæti hugsanlega orðið til þess að þeir misstu einhver laun. Margir vilja einfaldlega komast sem fyrst með einhvern aur heim til Indlands.“ Með öðrum orðum: Erlendu farandverkamennirnir eru óvanir stéttabaráttu á Vesturlöndum og hafa hvorki það úthald eða hugrekki sem jafningjar þeirra á Vesturlöndum hafa.

Launaloforðin hafa einnig verið svikin. Það er gert með því að draga fæði og gistingu frá launum Indverjanna. Þannig halda verkamennirnir aðeins skiptimynt eftir í launaumslaginu. Enginn franskur verkamaður myndi láta bjóða sér slíkt. En Indverjinn brosir og hneigir sig því skiptimyntin eru fúlgur á Indlandi. Þannig geta alþjóðlegir verktakar leikið á mismunandi menningu og launakjör milli heimsálfa og haldið launum niðri en samt forðasst verkföll.

Í stuttu máli: Þetta er þrælahald nútímans. Það þrífst um allan heim og er hluti af þeirri lausn að halda uppi lúxus á Vesturlöndum. Og nú er þrælahaldið komið til Íslands.

Ingólfur Margeirsson.

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli