Frétt

| 14.03.2001 | 12:22Rörum í þrýstivatnspípu fyrir Þverárvirkjun skipað upp á Hólmavík í dag

Rörunum skipað upp á Hólmavík í dag.
Rörunum skipað upp á Hólmavík í dag.
Á Hólmavík er í dag verið að skipa upp trefjaplaströrum, 1,40 m í þvermál, sem ætluð eru í þrýstivatnspípu fyrir Þverárvirkjun við Steingrímsfjörð. Rörin eru 69 að tölu og 6 m löng og heildarlengd þeirra er því 414 m. Helmingurinn af núverandi þrýstivatnspípu er tæplega 50 ára gamall tréstokkur sem bæði þarfnast endurnýjunar og um leið verður þvermálið aukið vegna stækkunar á virkjuninni.
Orkubúið endurnýjaði fyrri helming pípunnar árið 1990 og keypti rörin af sömu verksmiðju. Þvermál þeirra röra var aðeins minna eða 1,30 m og kostaði hver metri þá 3.800 norskar krónur með samsetningu en nýju rörin kosta 2.100 norskar krónur hver metri með samsetningu. Það er því fleira en tölvur og farsímar sem lækkar í verði. Heildarkostnaður við endurnýjun pípunnar með tilheyrandi lokum er áætlaður um 25 milljónir króna.

Orkubú Vestfjarða bauð út flutninginn á rörunum beint frá verksmiðju í Noregi til Hólmavíkur og var Nes hf. lægstbjóðandi. Innifalinn í 4,2 milljón króna flutningskostnaði er flutningur á tréstaurum sem einnig voru sóttir til Noregs. Skipið heldur áfram til Bolungarvíkur í kvöld þar sem staurunum verður skipað upp.

Til stendur að bjóða út flutning til landsins á nýjum vélbúnaði fyrir Þverárvirkjun, samtals 40 tonn að þyngd. Einnig er ætlunin að auglýsa í þessum mánuði eftir tilboðum í stækkun á stöðvarhúsi virkjunarinnar svo að nýja vélin sem er væntanleg í vor komist fyrir í húsinu.

BB 09.06.2000
Ístak með lægsta tilboð

BB 28.04.2000
Ráðgert að verja 265 milljónum í nýframkvæmdir

BB 15.03.2000
Vatnsforði Þverárvirkjunar meira en tvöfaldaður

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli