Frétt

bb.is | 23.10.2003 | 13:14Leið ehf. vill kosta flýtingu vegar um Arnkötludal og Gautsdal

Leið ehf. í Bolungarvík hefur boðist til þess að fjármagna undirbúning að lagningu vegar um Arnkötludal og Gautsdal milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar og flýta þannig vegarlagningunni. Fyrirtækið hefur skrifað sveitarfélögum á svæðinu um málið og fundað með vegamálastjóra. Vegurinn verður mikil kjarabót fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum og norðanverðum Ströndum en áætlað er að kostnaður við vegalagninguna nemi a.m.k. um 700 milljónum króna.
Í framhaldi af lagningu brúar yfir Gilsfjörð komu fram hugmyndir um lagningu vegar af Ströndum yfir í Barðastrandarsýslu, um Arnkötludal og Gautsdal. Þessi leið hefur af ýmsum verið nefnd Stranddalavegur. Fyrir nokkrum árum var Leið ehf. stofnað í þeim tilgangi að flýta þessari framkvæmd. Hefur félagið á undanförnum árum kynnt þessa hugmynd og unnið nokkra undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar.

Í núverandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir að til vegar suður Strandir eða Stranddalavegar, verði varið 400 milljónum króna á árunum 2007-2010 og 500 milljónum króna á árunum 2011-2014. Í samgönguáætluninni er því ekki gert upp á milli þessara tveggja leiða og er það því væntanlega í höndum Vestfirðinga sjálfra að velja hvora leiðina þeir vilja fara. Vegur um Arnkötludal og Gautsdal styttir t.d. leiðina til Reykjavíkur um 40 kílómetra frá norðanverðum Vestfjörðum svo og norðanverðum Ströndum. Verður lagning vegarins umtalsverð kjarbót fyrir íbúa á þessu svæði bæði vegna minni ferðakostnaðar og einnig í lægra vöruverði vegna minnkandi flutningskostnaðar á landi. Fjórðungssamband Vestfirðinga, Hólmavíkurhreppur og sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum hafa lýst stuðningi við þetta leiðarval.

Í bréfi sem Leið ehf. skrifaði Hólmavíkurhreppi og Reykhólahreppi eru hugmyndir félagsins um lagningu vegarins kynntar. Í bréfinu býðst Leið ehf til þess að fjármagna frekari undirbúning að lagningu vegarins. Í bréfinu segir m.a.: „Þá er það mat Leiðar ehf. að þær byggðir sem vegurinn nýttist megi illa við þeirri bið og óvissu sem nú ríkir um hvort og þá hvenær vegur þessa leið verði lagður. Í ljósi framanritaðs lýsir Leið ehf. sig reiðubúið til að koma að vinnu við frekari undirbúning verksins auk þess að leggja til hennar allt að 10 m.kr. og hugsanlega hærri fjárhæðir á síðari stigum enda verði endurgreiðsla a.m.k. höfuðstóls tryggð að einhverjum tíma liðnum af hendi ríkisins eða hana megi fá með veggjöldum af þeim sem um veginn færu. Ekki er gert ráð fyrir að sveitarfélögin á svæðinu leggi fjármuni til verksins eða ábyrgðir nema e.t.v. einhverjar lágar fjárhæðir til að sýna í verki stuðning við þetta framtak. Ávinningur af þessu gæti orðið sá að hefjast mætti handa við undirbúning að gerð vegarins og hugsanlega ljúka honum síðan mun fyrr en ella.“

Í bréfinu kemur fram að forsvarsmenn félagsins hafi átt fund með vegamálastjóra í síðasta mánuði og kynnt honum hugmyndir sínar. Þá kemur fram að ekki þyki rétt að halda frekari undirbúningsvinnu áfram nema fyrir liggi afstaða þeirra sveitarfélaga sem vegurinn fer um, þ.e. Hólmavíkurhrepps og Reykhólahrepps. Um það segir í bréfi Leiðar ehf.: „Þess er því farið á leit að hreppsnefndir Hólmavíkurhrepps og Reykhólahrepps taki erindi þetta til meðferðar og álykti hvort þær fyrir sitt leyti fallist á að Leið ehf. haldi áfram vinnu við undirbúning að gerð vegar um Arnkötludal og Gautsdal á þeim grunni sem að framan er rakinn og, ef um semst á síðari stigum, vinni að fjármögnun hans og jafnvel gerð. Á móti mun félagið leita framlaga frá ríkinu svo og samninga um að það fái að innheimta gjald af þeim sem veginn ækju, og styddist við svipaða gjaldskrá og gildir í Hvalfjarðargöngunum. Á einhverjum tímapunkti mætti síðan sjá fyrir sér að ríkið leysti veginn til sín. Aðalatriðið hlýtur að vera að vegur þessa leið komi sem fyrst.“

Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra á Hólmavík mun sveitarstjórn ekki taka endanlega afstöðu til bréfs Leiðar ehf. fyrr en fyrir liggja niðurstöður ú athugun sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða er að gera á hugsanlegum áhrifum þessa vegar. „Hinsvegar er það ekkert launungarmál að Hólmvíkingar hafa verið mjög fylgjandi því að leiðin um Arnkötludal og Gautsdal verði fyrir valinu. Sú leið mun styrkja byggða á þessu svæði mjög.“ sagði Ásdís Leifsdóttir.

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Reykhólshrepps sagði að erindið hefði verið tekið fyrir óformlega á síðasta fundi sveitarstjórnar en yrði afgreitt endanlega á fundi þann 13. nóvember. Einar Örn sagði menn frekar áhugasama

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli