Frétt

| 14.03.2001 | 10:11„Valið afar erfitt að þessu sinni“

Þau lentu í fyrstu þremur sætunum: Gísli Kristjánsson, Dúna Arnórsdóttir og Þórdís Anna Skúladóttir.
Þau lentu í fyrstu þremur sætunum: Gísli Kristjánsson, Dúna Arnórsdóttir og Þórdís Anna Skúladóttir.
Þrír nemendur Grunnskólans á Ísafirði urðu í efstu sætum í Stóru upplestrarkeppninni á norðursvæði Vestfjarða. Lokahátíðin fór fram í tónleikasalnum Hömrum á Ísafirði sem var þéttskipaður áheyrendum. Hátíðin tókst afbragðsvel og listagóðum upplestri nemendanna var vel fagnað sem og glæsilegum tónlistaratriðum frá Tónlistarskólanum. Þarna áttust við alls tíu nemendur úr 7. bekk grunnskólanna í Bolungarvík, á Ísafirði og Suðureyri. Hver þeirra las eitt ljóð eftir Tómas Guðmundsson, eitt ljóð að eigin vali og stuttan sögukafla. Tómas Guðmundsson er skáld keppninnar í ár og lesa keppendur um allt land ljóðin hans á lokahátíðum á hverju svæði.
Þau sem stóðu á verðlaunapalli í lokin voru Gísli Kristjánsson í 7.B sem lenti í fyrsta sæti, Dúna Arnórsdóttir í 7.R sem lenti í öðru sæti og Þórdís Anna Skúladóttir í 7.K sem varð þriðja. Baldur Sigurðsson kennari við Kennaraháskólann í Reykjavík var formaður dómnefndar og sagði hann að valið hefði verið afar erfitt að þessu sinni enda upplesturinn sérlega fallegur og áheyrilegur. Aðrir í dómnefndinni voru Anna S. Þráinsdóttir, kennari við Kennaraháskóla Íslands, Soffía Vagnsdóttir, Margrét Geirsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson.

Ýmis kostnaður fylgir hátíð sem þessari og voru fyrirtæki í Ísafjarðarbæ afar liðleg og styrktu hátíðina, m.a. til þess að kaupa veitingar í hléi, auk þess sem Mjólkursamlagið gaf drykkina.

Að sögn Herdísar Hübner, kennara á Ísafirði, eru allir sem fylgst hafa með Stóru upplestrarkeppninni, undirbúningi hennar og framvindu sannfærðir um að hún skilar þátttakendum ómældum ávinningi. Þeir eru nú öruggari að koma fram fyrir hópi fólks og flytja mál sitt og á það jafnt við um sigurvegarana og aðra sem tóku þátt í keppninni. Þetta er í annað sinn sem Grunnskólinn á Ísafirði er með í þessari keppni, en örugglega ekki það síðasta“, segir Herdís.

Fulltrúar skólanna voru valdir á upplestrarhátíðum hvers skóla sem haldnar voru í febrúar. Undirbúningurinn hafði þá staðið sleitulaust frá 16. nóvember, Degi íslenskrar tungu, en þá var keppnin sett.

Allir sem þátt tóku í þessum undirbúningi, þ.e. allir nemendur 7. bekkjar, fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Þeir sem komust alla leið á lokahátíðina fengu allir bókina „Þjóðsögur á sjó“ að gjöf frá Bókaforlaginu Eddu. Sigurvegararnir í þremur efstu sætunum fengu peningaverðlaun sem Sparisjóðirnir gáfu. Fyrstu verðlaun voru 15 þúsund krónur, önnur verðlaun 10 þúsund og þriðju verðlaun 5 þúsund.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli