Frétt

bb.is | 22.10.2003 | 15:25Samgönguráðuneytið hafnar afsláttarkjörum hafna

Sundahöfnin á Ísafirði.
Sundahöfnin á Ísafirði.
Samgönguráðuneytið túlkar hafnalög þannig að hafnir megi ekki veita afslætti frá eigin gjaldskrá á grundvelli langtímasamninga heldur eigi allir viðskiptavinir að sitja við sama borð. Hafnasamband sveitarfélaga óskaði í síðasta mánuði eftir áliti samgönguráðuneytisins á lagagrein þeirri í nýjum hafnalögum sem kveður á um heimild til þess að gera langtímasamninga um gjöld.
Forsaga málsins er sú að við gildistöku nýrra hafnalaga í sumar var rekstarumhverfi hafna landsins breytt mjög. Reglum um ríkisstyrki til hafna var breytt umtalsvert og felldir að mestu niður til stærstu hafnanna. Fram að þessu hafa hafnir landsins verið með sömu gjaldskrá en í framtíðinni má segja að þróunin verði sú að hver höfn muni hafa sína gjaldskrá. Í því felst að áþreifanleg samkeppni milli hafna hefst. Til þess að aðlaga hafnir að komandi samkeppni var gefin út við gildistöku laganna svonefnd aðlögunargjaldskrá sem gildir í eitt ár frá gilditöku nýju laganna eða til 1.júlí 2004. Var höfnum heimilt að ákveða gjalskrár sínar allt frá 20% undir viðmiðunarskránni og uppí 20% yfir.

Eins og komið hefur fram í fréttum bb.is hafa ýmsar hafnir ákveðið að gefa síðan ákveðnum viðskiptavinum sínum afslátt frá útgefinni gjaldskrá. Hefur sú ákvörðun valdið nokkrum titringi milli hafna því ekki hefur komið fram opinberlega hver slíkur afsláttur er. Hefur menn greint á hvort höfum væri þetta heimilt. Skemmst er að minnast hnútukasta milli Ísafjarðarhafnar og Súðavíkurhafnar í þessu efni.Báðar hafnirnar viðurkenndu þó að veita völdum viðskiptavinum afslætti frá gildandi gjaldskrá.

Í svarbréfi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra kemur fram það afdráttarlausa svar ráðuneytisins að hafnir landsins hafi ekki heimild til þess að veita einstökum viðskiptavinum afslætti frá útgefinni gjaldskrá. Í bréfinu segir m.a.: „Gjaldskrá fyrir hafnir gefur engar heimildir til þess að mismuna viðskiptavinum sömu hafnar með því að taka af þeim mismunandi gjöld og á sama hátt að mismuna viðskiptavinum á grundvelli langtímasamninga.“

Í bréfi ráðherra kemur fram að það ákvæði í lögunum sem kveður á um langtímasamninga í hafnalögum eigi við um sérstök tilfelli við uppbyggingu hafna eins og til dæmis í samningi Seyðisfjarðarhafnar og Smyril-line. Þar skuldbatt Smyril-line sig til þess að greiða hafnagjöld til Seyðisfjarðarhafnar í níu ár hvort sem skip fyrirtækisins kæmi til Seyðisfjarðar eður ey og einnig fól samningurinn í sér framlengingarákvæði í 15 ár. Þar var ekki um að ræða neina afslætti til fyrirtækisins heldur þvert á móti að sögn ráðuneytisins. Með þessum langtímasamningi hafi fjármögnun hafnarsjóðs Seyðisfjarðar í mikilli uppbygging Seyðisfjarðarhafna verið tryggð.


Í bréfi ráðuneytisins kemur einnig fram að telji Hafnasamband sveitarfélaga það skynsamlegt að heimilaðir verði sérstakir afslættir af hafnagjöldum í langtímasamningum þá sé það rétt að þeirri skoðun verði komið á framfæri við ráðuneytið svo hægt sé að taka slíka beiðni til efnislegrar meðferðar. Tekur ráðuneytið þó fram að komi slík beiðni fram þurfi tvö skilyrði að vera uppfyllt. Annars vegar að viðkomandi höfn geti sýnt fram á rekstrarlegt hagræði af slíkum afsláttarsamningi og að afslættirnir verði birtir opinberlega.

Túlkun ráðuneytisins á lögunum er því mjög skýr og má því reikna með að hafnir þær sem samið hafa við einstaka viðskiptavini um afslætti taki þann afslátt til baka.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli