Frétt

Stakkur 42. tbl. 2003 | 22.10.2003 | 11:52Fólksfækkun og viðsnúningur

Margt hefur verið rætt um fiskveiðar og fiskvinnslu að undanförnu. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður skrifaði í BB liðinnar viku um kvóta og framsal hans og ræðir nokkuð málflutning Eyjafrétta í Vestmannaeyjum. Rétt er hjá Kristni að fólk tekur afstöðu eftir eigin hagsmunamati. Það er mannlegt og eðlilegt. Svar Kristins við skrifum og umfjöllun Eyjafrétta er birtingarmynd átaka einstakra sjávarbyggða um hagsmuni og því miður er ástæða til að óttast umræðan snúist meira um einstakar byggðir, fyrirtæki og einstaklinga en heildarhagsmuni Íslendinga. Kristinn er ekki einn um skoðun sína. Hópur skoðanabræðra hans er stór og á ef til vill eftir að stækka enn. Ísafjarðarbær hlaut stærsta skerfinn af byggðakvótanum,119 tonn. Búast má við því að forsvarsmenn annarra sveitarfélaga láti í sér heyra um málið og krefjist meira sér til handa.

Ekkert er eðlilegra en að ræða fiskveiðistjórnunarkerfið og áhrif þess á byggðir landsins. Sveitarfélögin á Vestfjörðum fá af byggðakvótanum í sinn hlut 398 tonn, sem var úthlutað 16. þessa mánaðar. Bolungarvík fær 66,4 tonn, Ísafjarðarbær 118,9 tonn, Súðavík 30,4 tonn, Tálknafjörður 15,2 tonn, Vesturbyggð 76 tonn, Árneshreppur 34,6 tonn, og Hólmavík fær 56,7 tonn. Sumum kann að þykja of mikið í lagt, en Vestfirðingum sennilega of lítið. Að auki á eftir að útfæra hugmyndir um línuívilnun, er að óbreyttu mun koma til framkvæmda á næsta fiskveiðiári. Um þá leið eru skiptar skoðanir, þótt ekki bóli á útfærslu enn, svo sem fyrr er sagt. Kosturinn við byggðakvótann er sá að honum skal skipt á báta í sveitarfélaginu. Sá fær mest sem á mest, en þó enginn meira en 15 tonn. Skilyrt er að aflanum sé landað til vinnslu í sveitarfélaginu.

Ekki verður greint að sértækar lausnir eins og byggðakvóti hamli fólksfækkun á Vestfjörðum. Fyrir tæpu ári voru íbúar á Vestfjörðum 7.930 samkvæmt talningu Hagstofu 1. desember 2002. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs eru brottfluttir umfram aðflutta 104, en ótaldir eru fæddir og dánir. Íbúar á Vestfjörðum eru því rúmlega 7.800. Nú þurfa sveitarstjórnir og Alþingi að svara því hvort æskilegt sé að halda núverandi byggð á Vestfjörðum og þá til hverra ráða verði gripið. Á að taka í taumana eða horfa á vestfirskar byggðir dragast saman ár frá ári? Þeirri grundvallarspurningu þarf að svara hvort eftir einhverju sé að slægjast með byggð á Vestfjörðum. Sléttuhreppur lagðist í auðn 1952, fyrir liðlega hálfri öld. Engum spurningum var þá svarað af hálfu yfirvalda um stefnu til framtíðar. Grunnavíkurhreppur fór sömu leið áratug síðar. Inndjúpsáætlun á áttunda áratugnum var metnaðarfull, en dugði ekki til að halda byggð í innanverðu Ísafjarðardjúpi.

Fækkunin kemur fram í öllum sýslum og er nú svo komið íbúar í Strandasýslu eru um 820, í Barðastrandarsýslu um 1.730 og í Ísafjarðarsýslu um 5.280, þar af um 940 í Bolungarvík. Sá lærdómur er draga má af hálfrar aldar gamalli sögu horfinnar byggðar í Norður-Ísafjarðarsýslu er, að því örar sem fækkar því fyrr fjarar undan byggð. Tækifærin og kostir Vestfjarða duga ekki ein, en ásamt markvissri stefnu stjórnvalda má snúa við þessari þróun, sem hér hefur verið lýst. Hvar er stefnan?


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli