Frétt

| 14.03.2001 | 08:05Kynning á INform-upplýsingakerfinu, íslensku samstarfsverkefni í vöruþróun

Tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun kynna í dag samstarfsverkefni í vöruþróun sem ber heitið INform-upplýsingakerfið. Kynningin hefst kl. 16 á efstu hæð í Húsi Verslunarinnar í Reykjavík. Hugmyndin í upphafi var að hanna heildstætt upplýsinga- og fjarvinnslukerfi til nota innanhúss í Snerpu. Eftir að farið var að vinna að hugmyndinni og kynna hana var ákveðið að láta reyna á hvort að hún hlyti náð fyrir augum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Þar var henni tekið afar vel, þar sem markaðskönnun leiddi í ljós að ekkert kerfi væri fyrir á markaðnum sem byði upp á sömu möguleika og INform, enda eru hin ýmsu upplýsingakerfi sem notast er við hér á landi öll fengin erlendis frá.
INform-upplýsingakerfið byggir á Linuxnetþjóni og notast við Internetstaðla til samskipta. Kerfið er nú þegar komið í notkun á nokkrum stöðum, bæði í heild og að hluta til. Með INform næst fram verulegt hagræði fyrir fyrirtæki sem eru með dreifða starfsemi og vilja tengjast inn á upplýsingakerfið í fyrirtækinu hvaðan sem er.

Hugbúnaðurinn sem notandinn vinnur með er venjulegur netvafri, Internet Explorer eða Netscape, og það póstforrit sem honum hentar. Í kerfinu er skjalavistunarkerfi, dagbók, notendakerfi, fyrirtækjagrunnur, verkbókhald o.fl. Ekki þarf að notast við sérstök forrit á vinnustöðvum notenda til að setja inn efni.

Innri og ytri vefur fyrirtækja eru samþættir á ýmsan veg þannig að notandi getur t.a.m. haft aðgang að eigin upplýsingum úr verkbókhaldi, stofnað verk og fylgst með gangi mála. INform er skrifað með þetta í huga þannig að viðskiptavinurinn eða notandinn hafi sem greiðastan aðgang að sínum upplýsingum hvaðan sem er.

Einnig er komið á markaðinn INform LE þar sem faxkerfi, viðskiptamannaskrá og fréttakerfi eru tekin út úr INform upplýsingakerfinu, þannig að það nýtist sem faxþjónn fyrir fyrirtækið, og sendir símbréf beint úr tölvu notandans.

Snerpa ehf. á Ísafirði er fimm ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í því að skrifa lausnir í Linux umhverfi, hvort heldur er fyrir Internetið eða staðarnet fyrirtækja. Einnig rekur Snerpa Internetþjónustu, tölvuskóla, verkstæði og verslun.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli