Frétt

| 14.03.2001 | 07:53„Við fáum ekki að vinna verkin“

Síðasta nýsmíði Skipasmíðastöðvarinnar hf. á Ísafirði í reynslusiglingu fyrir rúmu ári eða í janúarlok 2000.
Síðasta nýsmíði Skipasmíðastöðvarinnar hf. á Ísafirði í reynslusiglingu fyrir rúmu ári eða í janúarlok 2000.
Í nýlegu viðtali Fiskifrétta við Rafn Haraldsson, útgerðarmann Reykjaborgar RE, sem smíðuð var í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði 1998 og lengd hjá Ósey nýlega, kemur fram að verkin hafi aðeins verið boðin út innanlands enda sjái hann ekki ástæðu til að leita langt yfir skammt í skipasmíðum. „Við kusum að láta smíða skipið á Íslandi og láta allar breytingar á því fara hér fram. Við sjáum ekki eftir því. Það skilar engin erlend skipasmíðastöð betri og vandaðri vinnu en þeirri sem við höfum fengið í sambandi við þetta skip, bæði þegar það var upphaflega smíðað á Ísafirði og svo við endurbæturnar hjá Ósey núna. Allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar. Satt að segja er hörmulegt að horfa upp á það hvernig íslenskur skipasmíðaiðnaður er sniðgenginn, nú síðast með því að senda varðskipin í breytingar til Póllands þótt nokkrum milljónum muni á tilboðum – milljónum sem ríkið myndi endurheimta í sköttum og ríflega það, ef verkið væri unnið innanlands.
Á sama tíma lepja íslenskar skipasmíðastöðvar dauðann úr skel og horfa á eftir verkefnunum til útlanda. Verkefnaleysið stuðlar að fækkun sérhæfðra starfsmanna í þessari stétt og það endar með því að við verðum í vandræðum með að fá menn í venjulegt viðhald eftir nokkur ár“, sagði Rafn.

Í þessi ummæli útgerðarmannsins er vitnað í viðtali í Morgunblaðinu í dag við Ingólf Sverrisson, deildarstjóra hjá Samtökum iðnaðarins, undir fyrirsögninni Við fáum ekki að vinna verkin. Þar segir m.a.:

Tuttugu fiskiskip eru nú í smíðum fyrir Íslendinga úti í Kína og í Chile, en ekkert á Íslandi. Mikil óvissa ríkir um afhendingartíma þessara skipa þó kveðið hafi verið á um slíkt í nýsmíðasamningum. Að sögn Ingólfs Sverrissonar, deildarstjóra hjá Samtökum iðnaðarins, vissu menn áður hvenær þeir áttu að fá skipin afhent, en í öllum tilvikum sé það löngu liðin tíð.

„Að mínu mati hefur átt sér stað einhvers konar sefjun úr því að menn hafa haft þessa tröllatrú á skipasmíðastöðvum hinum megin á hnettinum. Ég hef þá trú að ráðgjafar og umboðsmenn hafi villt mönnum sýn. Útkoman er sú að venjulegir útgerðarmenn eru allt í einu komnir í klærnar á aðilum, sem þeir ráða ekkert við. Forstjóri skipasmíðastöðvar á Norður-Spáni furðaði sig reyndar mjög á þessari þróun ekki alls fyrir löngu og sagði það hafa tekið Spánverja mörg ár að aðlagast þeim kröfum, sem Íslendingar gerðu til skipasmíða. Loksins þegar því væri náð, væru Íslendingar horfnir með verkefnin til enn fjarlægari staða, þar sem ekki væri vitað hvernig í reynd væri staðið að verki við svo flókin verkefni á borð við nýsmíði skipa.“

Fullyrðingar standast ekki

Eins og alkunna er var nýtt hafrannsóknaskip, Árni Friðriksson, smíðað fyrir Íslendinga í Chile og nú er búið að gera viðgerðarsamning við Pólverja vegna tveggja varðskipa, Ægis og Týs. „Allt er þetta ekki nema viðleitni til þess að koma verkefnunum úr landi að mati íslenska skipaiðnaðarins“, segir Ingólfur og bætir við að gætt hafi mikils pirrings í garð yfirvalda og Hafrannsóknastofnunar vegna ýmissa fullyrðinga, sem því miður stæðust ekki.

„Íslensk yfirvöld og smíðanefnd hins nýja hafrannsóknaskips tóku einfaldlega gildar fullyrðingar chilesku stöðvarinnar um eigin færni og 15 mánaða afhendingartíma sem varð að 26 mánaða afhendingartíma þegar upp var staðið, en þess má geta að Slippstöðin á Akureyri treysti sér til að vinna verkið á 18 mánuðum, en það var talinn alltof langur smíðatími. Kostnaður við smíði skipsins nam 1,7 milljörðum króna og varð þar með 200 milljónum króna meiri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir auk þess sem búið er að eyða 55 milljónum kr. í lagfæringar á því eftir heimkomuna þar sem ýmis vandamál komu í ljós. Þessar tölur komu m.a. fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur á Alþingi fyrir skömmu.

Íslenskir aðilar eiga auðvitað erfitt með að sætta sig við að fá ekki að koma að verkinu vegna meintrar vanhæfni á sama tíma og verið er að breiða yfir vanhæfni chilesku stöðvarinnar sem við og aðrar evrópskar stöðvar vorum að keppa við. Menn einfaldlega höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að kaupa með því að fara með verkið alla þessa leið og eru afleiðingarnar af því að hafa veðjað á þessi fjarlægu lönd að koma í ljós núna. Þessi stöð hafði enga yfirburði þó sumir hafi trúað því.“

Í nýlegri ályktun, sem stjórn Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, sendi frá sér er mótmælt þeirri fullyrðingu forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar að verkið hafi staðist áætlun. Ljóst sé að verkið hafi farið allt að 255 milljónum kr. fram úr upphaflegri áætlun.

„Enda þótt hluti þessarar fjárhæðar stafi af viðbótum sem ákveðnar voru á smíðatíma hefur ekki verið sýnt fram á að hún nemi þessari gríðarlegu fjárhæð.“ Ennfremur segir:

„Stjórnin telur að með því að fela hinni chilesku skipasmíðastöð að annast smíði skipsins hafi þeir, sem það ákváðu fyrir hönd ríkisins, tekið mikla áhættu

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli