Frétt

| 13.03.2001 | 23:58Andvígur kvótastýringu á ýsu og steinbít

Í rækjuverksmiðjunni Miðfelli á Ísafirði. F.v. Kristinn Jón Jónsson, Elías Oddsson framkvæmdastjóri, Guðni Geir Jóhannesson og Ólafur Örn Haraldsson.
Í rækjuverksmiðjunni Miðfelli á Ísafirði. F.v. Kristinn Jón Jónsson, Elías Oddsson framkvæmdastjóri, Guðni Geir Jóhannesson og Ólafur Örn Haraldsson.
„Þetta var einkar fróðlegur og sérlega góður dagur fyrir mig. Ég varð fyrir miklum áhrifum af því sem ég sá og heyrði. Bæði sá ég mikinn myndarskap og dugnað blasa við en jafnframt varð ég sterklega var við að það eru óleyst viðfangsefni sem snúa að byggðamálum á þessu svæði og erfiðleikar sem verður að taka á“, sagði Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður og varaformannsefni Framsóknarflokksins, sem kom í heimsókn á norðanverða Vestfirði í dag.
„Þar nefni ég auðvitað fyrst og fremst sjávarútvegsmálin. Mér er enn ljósari en áður lífsnauðsyn þess að byggðunum sé tryggður afli og hráefni til vinnslu. Þar horfir maður til smábátaútgerðarinnar, hraðfiskibátanna, þessara undratækja sem eru bæði svo afkastamikil og arðsöm.“

Ólafur er andvígur fyrirhuguðum og mjög umdeildum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. „Einkum eftir daginn í dag er ég mikill efasemdamaður um að setja eigi kvóta á ýsu og steinbít. Ég sé ekki hvers vegna við ættum að fara í kvótastýringu á þessum tegundum. Á meðan ég eygi ekki aðrar betri leiðir, þá er ég hlynntur því að núverandi skipan í þeim efnum verði ekki breytt og ég mun tala því máli. Ég hef ekki heyrt neinn benda á neinar betri leiðir en hraðfiskibátana til að tryggja byggðunum hér sjósókn og hráefni. Við getum ekki látið fjara undan þessum byggðarlögum fyrir augunum á okkur. Ef við gerum það, þá meinum við ekki neitt með einhverju tali um byggðastefnu“, sagði Ólafur Örn.

„Annað sem ég vil nefna sérstaklega er ljósleiðarinn. Ég vil ekki selja hann. Ég verð æ sannfærðari eftir heimsóknir mínar víða um land, og ekki síst eftir komuna til Ísafjarðar í dag, að við eigum ekki að selja hann. Ég tel að lagasetning myndi ekki tryggja verðjöfnun ef hann kæmist í einkaeigu. Þegar tölvuþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni þurfa að greiða hærra gjald en aðrir fyrir notkun á ljósleiðaranum, þá er þeim gert erfiðara fyrir í samkeppninni. Ég treysti því alls ekki að lagasetning nú muni halda sem verðjöfnunartæki um ókomna tíð, ef við missum ljósleiðarann í einkarekstur. Þetta er ein af undirstöðum þess að tryggja byggð í landinu og auka fjölbreytni í atvinnu.“

Ólafur Örn lét afar vel af móttökunum vestra. Fylgdarmenn hans og leiðsögumenn í dag voru þeir Guðni Geir Jóhannesson og Kristinn Jón Jónsson, núverandi og fyrrverandi formenn bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Meðal þeirra fyrirtækja og stofnana á Ísafirði sem Ólafur Örn heimsótti voru Þróunarsetur Vestfjarða, Netagerð Vestfjarða, rækjuverksmiðjan Miðfell, kaffihús ungs fólks við Hafnarstræti og bæjarskrifstofurnar. Einnig hitti hann Geira Bjartar og Guðbjart Ásgeirsson og skoðaði nýju Guðbjörgina sem kom til Ísafjarðar í fyrsta sinn í morgun. Í Bolungarvík hitti hann m.a. Ólaf Kristjánsson bæjarstjóra og fór í heimsókn til Finnboga Bernódussonar og félaga í Vélsmiðjunni Mjölni.

Varðandi Þróunarsetur Vestfjarða á Ísafirði sagði Ólafur, að þar væri um að ræða stórmerkilegt framtak og til fyrirmyndar. Hann lagði áherslu á nauðsyn þess að þjappa hlutunum saman með þeim hætti sem þar er gert og búa til samfélag þar sem sérfræðingar vilja vera, „í staðinn fyrir að tvístra þessu og eiga svo í vandræðum með að halda fólki“.

Sjá einnig:
Vestfjarðapistill frá Ólafi Erni

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli