Frétt

bb.is | 21.10.2003 | 13:24Tillaga um sameiningu sókna Holts og Þingeyrar

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.
Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði vill ásamt fleirum sameina Holtsprestakall og Þingeyrarprestakall og að sóknarprestur Bolvíkinga sinni stoðþjónustu á Ísafirði. Kirkjuþing stendur nú yfir í Reykjavík. Kirkjuþing fer með æðsta vald í flestum málefnum þjóðkirkjunnar. Meðal þeirra mála sem nú eru rædd eru breytingar á skipan prestakalla á landinu. Fram hefur nú komið tillaga frá biskupafundi þar sem lagt er til að Bíldudalsprestakall og Tálknafjarðarprestakall verði sameinað í einu prestakalli sem beri nafn Tálknafjarðar svo og er lagt til að prestur sitji þar líka. Þessi tillaga kemur fram þrátt fyrir að fjölmörg sóknarbörn í Bíldudalsprestakalli hafi skorað á biskup að leggja ekki fram þessa tillögu.
Á kirkjuþingi hefur komið fram önnur tillaga um breytingar á skipan prestakalla. Flutningsmenn hennar eru Bjarni Kr. Grímsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Þingeyri, séra Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrverandi sóknarprestur á Ísafirði, Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Akureyri og séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði.Tillaga fjórmenninganna gengur mun lengra en tillaga biskupafundar.

Í tillögunni segir m.a.„ Þingeyrarprestakall og Holtsprestakall sameinist. Heiti hins sameinaða prestakalls verði Holtsprestakall. Prestssetur verði í Holti í Önundarfirði.“ Gert er ráð fyrir að verði tillagan samþykkt taki sameiningar gildi þegar prestur lætur næst af störfum í prestaköllunum.

Í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Tillögur þessar eru lagðar fram með hliðsjón af stefnumörkun Kirkjuþings 2000 um framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Kjarni þeirrar stefnu er sá að kirkjan eigi að þjóna fólki og fólk eigi jafnan rétt á kirkjulegri þjónustu óháð búsetu. Vegna mikilla búferlaflutninga á seinustu áratugum er nauðsynlegt að gera breytingar á prestakallaskipaninni svo að Þjóðkirkjan geti veitt öllum Íslendingum þá þjónustu, sem þeir eiga rétt á. Bættar samgöngur á landi hafa einnig breytt þeim grundvelli, sem núverandi skipan prestakalla byggist á.“

Þá segir einnig í greinargerðinni:„ Heildarsýn á prestsþjónustu í landinu ásamt almennri jafnræðisreglu hafa mótað þessar tillögur. Mikilvægt er að vinna að framtíðaskipan prestakalla af yfirvegun og sanngirni. Áætlanir um sameiningu prestakalla eiga að vera samþykktar með góðum fyrirvara þannig að sóknarbörnin þurfi ekki standa í óvissu um hvort viðkomandi sóknarprestsembætti verði auglýst eða aflagt við starfslok prestsins. Samkvæmt þessu er ekki um það að ræða að prestum verði sagt upp embættum. Til grundvallar er lagt að sameina beri þau prestaköll, sem eru með 500 sóknarmenn eða færri, jafnframt því sem litið er sérstaklega til samgangna.“

Til að jafna þjónustubyrði presta segir eftirfarandi:„ Til að jafna þjónustubyrði presta, auka samstarf og bæta kirkjulega þjónustu þá getur biskup Íslands falið sóknarprestum, sem starfa í litlum prestaköllum, auknar starfsskyldur í héraði eða stoðþjónustu við nágrannaprest, sem þjónar stóru prestakalli.“ Þar nefna tillögumenn m.a. að sóknarprestinum í Bolungarvík verði falin stoðþjónusta í Ísafjarðarprestakalli. Það þýðir að sóknarprestur þeirra Bolvíkinga sinni ákveðnum verkum á Ísafirði.

Um sameiningu Holts- og Þingeyrarprestakalls segir í greinargerðinni:„ Í Þingeyrarprestakalli búa 445 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 310). Í Holtsprestakalli búa 355 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 205). Milli Þingeyrar og Flateyrar eru 40 km. Við sameiningu yrði til prestakall með tveimur þéttbýlisstöðum og heildaríbúafjölda upp á 800 manns.“

Tillaga þeirra fjórmenninga er nú til umræðu á Kirkjuþingi ásamt tillögu biskupafundar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli