Frétt

mbl.is | 20.10.2003 | 19:35Samkvæmi í miðborginni fór úr böndunum

Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningar um samkvæmishávaða frá íbúð í miðborginni um miðnætti á laugardag. Fjölmennt lögreglulið þurfti að fara á staðinn til að skakka leikinn en þarna hafði verið haldinn gleðskapur sem fór úr böndunum. Unglingsstúlka hafði fengið leyfi til að halda samkvæmi og var 20 manns boðið en lögregla segir að þegar flest var megi ætla að u.þ.b. 100 manns hafi verið í íbúðinni. Íbúðin var rýmd og gekk það áfallalaust fyrir sig.
Lögreglan segir, að helgin hafi verið tiltölulega annasöm á löggæslusvæðinu í Reykjavík. Fjölmennt var í miðborginni á föstudags- og laugardagskvöld enda veður gott og mikið um að vera á tónlistarsviðinu. Talsverð ölvun var á fólki og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum vegna ölvunarástands.

Tilkynnt var um 42 umferðaróhöpp um helgina. Einhver meiðsl urðu á fólki en ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast alvarlega.

Um áttaleytið á föstudagsmorgun var tilkynnt um árekstur á Reykjavegi við Völustein. Tveir bílar höfðu lent í árekstri og annar ekið af vettvangi. Hann var stöðvaður stuttu síðar og þrír menn handteknir. Ökumaður bílsins er grunaður um ölvun við akstur. Draga þurfti báða bílana af vettvangi og flytja slasaðan mann á sjúkrahús til aðhlynningar.

Síðdegis á föstudag sá lögregla til manns sem var mjög æstur, öskraði að ökumanni bifreiðar sem þar var, barði á rúður hennar, sparkaði í bílhurðina og hrækti á rúðuna. Að lokum fór hann í bíl sinn, náði í appelsínu og henti henni í bílrúðu fyrrnefndu bifreiðarinnar. Þegar grennslast var fyrir um háttalag mannsins kom í ljós að reiði hans var tilkomin vegna ógætilegs akstur ökumannsins. Að þessu tilefni vill lögregla benda ökumönnum á að gæta varúðar og stillingar í umferðinni.

Aðfaranótt laugardags var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarstræti og ekið á brott. Sjúkralið flutti vegfaranda á slysadeild og leitar lögregla ökumanns bifreiðarinnar.

Rétt eftir miðnætti á laugardag varð þriggja bíla árekstur á Suðurlandsbraut. Ökumaður og tveir farþegar einnar bifreiðarinnar voru fluttir á slysadeild og ætlaði ökumaður annarrar bifreiðar að leita þangað sjálfur. Tveir bílar voru dregnir af slysstað og þurfti að kalla til borgarvakt að hreinsa vettvang af glerbrotum.

Um hádegisbil á sunnudag var jeppa ekið á kyrrstæðan bíl á Laugavegi ofan við Hlemm. Á þessum stað sameinast tvær akreinar í eina og hafði ökumaður jeppans verið að reyna að taka fram úr öðrum bíl áður en akreinarnar sameinuðust en náði því ekki, lenti á gátskilti og fór þaðan á kyrrstæða bifreið sem þar var lagt í stæði. Ekki urðu meiðsli á fólki en bílarnir eru mikið skemmdir, jafnvel ónýtir.

Um helgina voru 20 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast fór mældist á 154 km hraða á Vesturlandsvegi að Grundarhverfi þar sem leyfilegur hraði er 90 km á klukkustund. Níu ökumenn voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur.

Um miðjan morgun á föstudag fóru lögregla og slökkvilið í útkall vegna barns sem var hætt komið. Barnið hafði verið í baði og fengið vatn í öndunarveg sem framkallaði yfirlið. Móðir og barn voru flutt á slysadeild.

Stuttu seinna varð tilkynnt um vinnuslys á vélaverkstæði í Grafarvogi. Gormur skaust í gleraugu manns, þau brotnuðu og fór glerbrot í auga mannsins. Vinnufélagar hans fluttu hann á slysadeild.

Um miðjan dag á föstudag var tilkynnt um innbrot í austurborginni. Sonur tjónþola kom að þjófnum en hann náði að forða sér. Í ljós kom að þjófurinn hafði farið um allt hús og m.a. stolið DVD heimabíói, 5 hátölurum, fartölvu, videoupptökutæki, stafrænni myndavél og fleiru.

Á föstudagskvöld var skemmdarverk unnið á bifreið sem stóð við bensínstöð í Ártúnsholtinu. Ungur maður á leið inn á bensínstöðina sparkaði í vörubretti með eldivið í pokum og féll farmurinn af brettinu á bifreið sem þar stóð. Bifreiðin rispaðist og dældaðist en maðurinn sinnti því engu, fór inn í bifreið sína og ók á brott. Öryggismyndavélar náðu upptöku af atvikinu og segir lögreglan því líklegt að takist að hafa hendur í hári mannsins.

Jarðvegsþjappa í gangi um miðja nótt
Gott veður var um helgina og mikill mannfjöldi í miðborginni bæði kvöldin. Nokkuð var um slagsmál og pústra og ölvun var áberandi. Maður var sleginn niður á veitingastað í Lækjargötu. Hann var með áverka í andliti og ók lögregla honum á slysadeild.

Þá komu nokkrar tilkynningar vegna hávaða, t.d. var kvartað um hávaða frá iðnað

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli