Frétt

mbl.is | 20.10.2003 | 12:28Slasaðist í misheppnuðu vélhjólastökki

Lögreglan á Selfossi var kölluð til í gærkvöldi vegna slyss á mótorkrossbraut á Selfossi. Þar slasaðist ökumaður vélhjóls á fæti er honum hafði mistekist stökk á hjólinu og lent í barði. Um 8 metrar voru á milli barðanna sem maðurinn ætlaði að ná yfir. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala í Reykjavík. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi eftir helgina. Þar kemur einnig fram að fangaverðir á Litla-Hrauni fundu um 50 grömm af hassi í klefa refsifanga í síðustu viku. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti hassið komst inn í fangelsið en málið er í rannsókn. Á föstudag fundu fangaverðir hass og e-töflu hjá ungri konu sem var að koma í heimsókn. Konan var handtekin og færð til yfirheyrslu. Hún viðurkenndi að eiga fíkniefnin en hún hefði ekki ætlað að fara með þau inn í fangelsið. Um var að ræða lítilræði af hassi. Málið telst upplýst og fer til saksóknara sem ákveður um frekari meðferð þess.
Á föstudag barst lögreglu ábending um að sést hefði til manns stinga einhverju undir blómapott við hús eitt í Hveragerði. Lögregla fór á vettvang og fann undir blómapottinum lítinn plasthnoðra sem í var ljóst duft. Grunur er um að efnið sé amfetamín en það mun verða sent til frekari rannsóknar.

Ungur maður var sleginn í andlitið þar sem hann var staddur inni á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem meiðsli hans voru könnuð en hann var talinn hafa nefbrotnað. Sjónarvottar að árásinni eru beðnir að gefa sig fram við lögreglu í síma 480 1010.

Maður gekk berserksgang þar sem hann var gestkomandi á heimili í Hveragerði síðastliðinn föstudag. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn á bak og burt en fannst í öðru húsi þar sem hann hafði brotist inn í þeim tilgangi að leita skjóls. Hann var handtekinn og gisti fangageymslu þar til víma sem hann var í var af honum runnin.

Tíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Um minni háttar óhöpp var að ræða að undanskildum tveimur tilvikum. Í öðru þeirra varð ungur piltur á hjólabretti fyrir bifreið í Gagnheiði á Selfossi síðdegis á föstudag. Lögregla var ekki kölluð til heldur var pilturinn fluttur af vegfaranda á heilsugæslustöðina á Selfossi en þar kom í ljós að hann var fótbrotinn. Ökumaður kom í beinu framhaldi af því í lögreglustöð og tilkynnti um atvikið. Skuggsýnt var þegar slysið átti sér stað en þrátt fyrir það var drengurinn á hjólabrettinu í dökkum fatnaði og án endurskinsmerkja.

Lögreglan hafði afskipti af tíu börnum sem voru á reiðhjólum án þess að hafa hjálma. Í haust hefur lögreglan í Árnessýslu lagt mikla áherslu á eftirlit með útvistartíma barna og notkun á reiðhjólahjálmum og haft fjölmörg afskipti sem leitt hafa til þess að börn hafa verið send heim og rætt við foreldra þeirra.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli