Frétt

Kreml - Birgir Hermannsson | 20.10.2003 | 08:46„Óvinurinn er náungi að nafni Satan“

Maður er nefndur William G. „Jerry“ Boykin, hershöfðingi í Bandaríkjaher og nýlega settur í embætti sem einn af aðstoðarlandvarnarráðherrum Bandaríkjanna. Hlutverk hans er að stjórna leitinni að óvinum Bandaríkjanna númer eitt: Saddam Hussein, Osama Bin Laden og öðrum illmennum af sama sauðahúsi. Ekki væri þetta svo sem í frásögur færandi nema fyrir skrautlegar yfirlýsingar kappans, en bandarískir fjölmiðlar hafa í vikunni fjallað nokkuð um viðhorf hans til múslima og Bush forseta.
Boykin hershöfðingi er trúaður í betra lagi og hefur á síðustu misserum predikað fagnaðarerindið í hópum endurfæddra kristinna um Bandaríkin þver og endilöng. Öfgasinnaðir múslimar hata Bandaríkin, þrumar Boykin yfir áheyrendum sínum, vegna þess að „við erum kristin þjóð, vegna þess að grundvöllur okkar og rætur eru gyðinglegar og kristnar“. Boykin er því í „her guðs“ að eigin sögn, sérstaklega kallaður til þess verkefnis að berja á hinu illa í heiminum. Hinn illi óvinur er ekki Saddam eða Bin Laden: „Óvinurinn er náungi að nafni Satan.“ Samkvæmt þessu eru Saddam og Bin Laden vart annað en verkfæri í höndunum á sjálfum Satani, sem heiðarlegir gyðingar og kristnir eru í baráttu gegn.

Boykin hefur farið víða um heiminn með Bandaríkjaher og segir áheyrendum gjarnan frá þeirri reynslu sinni. Hann var m.a. í Sómalíu og atti þar kappi við illþýði mikið og múslímskt. Í þeirri baráttu var gott að eiga guð að vini. Um baráttu sína við múslímskan stríðsherra segir hann: „Ég vissi að minn guð var stærri en hans. Ég vissi að minn guð var raunverulegur, en hans var hjáguð.“ Verst að þeir hafa ekki frétt af þessu delarnir í Írak. Hættum strax strákar – guð er í liði með hinum! Kannski að Satan stjórni þeim, skynsamlegar ákvarðanir komast ekki að.

Eins og alþjóð er kunnugt um þá er Georg Bush endurfæddur kristinn trúmaður. Samkvæmt Boykin er þetta engin tilviljun: Bush er hinn smurði stríðsmaður guðs. „Hann er í Hvíta húsinu vegna þess að Guð sendi hann þangað“ hrópar Boykin yfir þeim frelsuðu. Kjósendur í Bandaríkjunum höfnuðu Bush í kosningum hér um árið, en guð hafði önnur plön. Guðleg forsjá er því að baki baráttunnar við öfgamenn múslima og innrásina í Írak.

Það má hafa gaman af dellunni í Boykin hershöfðingja. Það er aftur á móti ekki jafn gaman að því að maðurinn hafi völd. Síðan hinn endurfæddi Bush kallaði stríðið gegn hryðjuverkum „krossferð“ – og aðstoðarmennirnir fengu hland fyrir hjartað – hafa Bandaríkjamenn reynt að forðast það að setja stríðið upp sem trúarlegt eða menningarbundið. Þetta væri öllu heldur stríð hinna siðmenntuðu gegn barbörunum, villimönnum sem standa utan við mannlegt samfélag. Það er auðvitað gömul saga og ný að reynt sé að gera eitthvað annað en „menn“ úr andstæðingum sínum í stríði. Með því móti er léttara að drepa þá og fara illa með þá, t.d. hafa þá eins og dýr í búrum. Að baki orða Bush um hið illa í heiminum er þó frumspekileg afstaða sem liggur á svipuðum nótum og hjá Boykin. Þó að menn reyni ekki að blanda trúarbrögðum inn í stríðið, er ákveðin trúarleg afstaða sem liggur til grundvallar. Hið góða er í stríði við hið illa. George Bush gegn Satani.

„Boykin-isminn“ er hjákátleg og heldur heimskuleg speki. Heimska af þessu tagi leiðir menn oftast í ógöngur. Hún skekkir heimsmyndina og leiðir til vitlausra ákvarðana. Innrásin í Írak átti að vera eitt allsherjar uppgjör við Satan. Þar hafa bandarískir hermenn komist að því að hið illa í heiminum fylgir ekki hinum einföldu vegum Boykin hershöfðingja og hans kóna. Raunveruleikinn mun einnig á endanum gera þá frumspeki hins illa sem nú ræður ríkjum í Hvíta húsinu að hjáróma kjánaskap, broslegum til heimabrúks, en dauðans alvara í hernaði.

Vefritið Kreml

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli