Frétt

Sælkerar vikunnar - Ólöf Hildur Gísladóttir og Sigfús Róbert Sigfússon á Ísafirði | 17.10.2003 | 16:36Kínasvínið og fleiri ódýrir en góðir réttir

Við ákváðum að breyta aðeins til frá þeim uppskriftum sem verið hafa undanfarnar vikur. Hér fylgja nokkrir einfaldir og ódýrir réttir. Þetta er uppskriftir sem við höfum búið til út frá því hráefni sem hefur verið til á heimilinu hverju sinni. Óhætt er að segja að hráefnið komi úr mörgum áttum og mætti því gjarnan kalla þetta „fusion-matargerð“ á fínu kokkamáli.
sletta af hvítlauksolíu
2 tsk balsamic edik
1 laukur
6-8 sveppir
2 gulrætur
500 g svínagúllas
kebab krydd
kínverskt hvítlaukskrydd
salt og pipar
2 dl barbeque sósa
5 msk plómusósa
1½ msk ostrusósa
½ dl soyasósa
½ dós sýrður rjómi

Skerið laukinn niður og steikið í hvítlauksolíu og balsamic ediki Sneiðið sveppi og gulrætur og bætið á pönnuna. Stekið svínagúllas með grænmetinu og kryddið með kebab kryddi, hvítlaukskryddi, salti og pipar. Leyfið hráefninu að krauma aðeins á pönnunni. Barbeque-, plómu, ostru- og soyasósunum er hrært út á pönnuna ásamt sýrða rjómanum.

Látið þetta krauma á pönnunni í u.þ.b. 10-15 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og brauði.

Mánudasgsfátækt

olía til steikingar
1 laukur
500 g hakk
Salt, pipar og kínverskt hvítlauksdrydd
2 gulrætur
6-8 sveppir
vatn
lítil dós tómatpuré
2-3 tsk kjötkraftur
1-2 dós sýrður rjómi
2 msk plómusósa
1 msk ostrusósa
sósulitur
Maizena sósujafnari

Setjið olíu á pönnu og steikið saxaðan laukinn og hakkið saman. Kryddið með salti, pipar og hvítlaukskryddi. Skerið gulrætur og sveppi niður og bætið á pönnuna ásamt tómatpuré og kjötkrafti. Bætið við vatni þannig að rétt fljóti yfir hráefnið á pönnunni. Setjið sýrðan rjóma, plómusósu og ostrusósu saman við. Látið sjóða niður í u.þ.b. 10 mínútur.

Þykkið með sósujafnara og dekkið með sósulit. Berið fram með nýuppteknum kartöflum soðnum með salti.

Fiskur bakaður í álpappír

Leggið roðlaust þorskflak á álpappír. Saltið og kryddið með sítrónupipar og season all. Lokið álpappírnum.

Einnig er gott að salta fiskinn, smyrja með hvítlauksmauki og dreifa síðan söxuðum svörtum ólífum yfir. Með sama hætti má salta flakið og bera á olíu af Sacla sveppum. Kryddið síðan með ítölsku sjávarréttakryddi frá Pottagöldrum og raðið nokkrum af Sacla sveppunum ofan á.

Með þessu er gott að bera hrísgrjón sem eru soðin í vatni með smávegis olíu af sveppunum. Þegar þau er nær soðin bætið þá út í ½ dós af Sacla sveppum og saltið.

Sósa fyrir fiskinn
3 kúfaðar tsk majónes
3 tsk rjómaostur
Olía af Sacla sveppum
½ dós af Sacla sveppum
sletta af sætu frönsku sinnepi
2 tsk kjötkraftur
2 tsk rifsberjasulta
5 saxaðar svartar ólífur
mjólkurdreitill
sósuþykkni
Vatn eftir þörfum

Blandið öllu hráefninu saman í pott og hrærið þar til sósan er orðin heit og góð.

Við skorum á Guðbjörgu K Ólafsdóttur, Hjalta Þórðarson og Aðalheiði Báru Hjaltadóttur á Ísafirði.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli