Frétt

| 12.03.2001 | 06:51Pálmi Gestsson og Baldur Trausti í léttum leik í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson í hlutverkum bræðranna.
Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson í hlutverkum bræðranna.
Þjóðleikhúsið kemur með leiksýningu til Ísafjarðar í lok þessarar viku. Leikendurnir eru tveir og vel þekktir hér vestra – Bolvíkingurinn Pálmi Gestsson og Ísfirðingurinn Baldur Trausti Hreinsson. Sýnt verður nýtt íslenskt leikrit, Já, hamingjan, eftir Kristján Þórð Hrafnsson en leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir, sem jafnframt er leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins. Sýningar verða í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á föstudagskvöld og laugardagskvöld, 16. og 17. mars, og hefjast kl. 20.30. Verkið fjallar á gamansaman hátt um alvarlegan árekstur í sambandi tveggja bræðra. Það hefur fengið mjög góðar viðtökur syðra og hefur verið sýnt fyrir fullu húsi frá janúarlokum á Litla sviði Þjóðleikhússins.
Í sýningunni fara þeir Pálmi og Baldur Trausti á kostum í mögnuðu uppgjöri bræðranna, sem er í senn sársaukafullt og fyndið. Hér eru á ferðinni áhugaverðar vangaveltur, sterkar tilfinningar og leiftrandi húmor þar sem fengist er við gleðina og sársaukann í mannlegum samskiptum. Höfundur fjallar á skáldlegan og fyndinn hátt um íslenskan raunveruleika og ýmsar þær spurningar sem leita á fólk í íslensku nútímasamfélagi.

Í verkinu segir frá tveimur bræðrum sem eiga ýmislegt sameiginlegt, eins og það að vera skapheitir, viðkvæmir, bókelskir og mælskir, en hafa gerólíka afstöðu til lífsins. Hvor í sínu lagi hafa þeir þurft að takast á við sjálfan sig og meta líf sitt upp á nýtt. Óvænt uppákoma verður til þess að þeir standa berskjaldaðir hvor frammi fyrir öðrum, þurfa að opna sig og deila hvor með öðrum reynslu sinni.

Með hlutverk eldri bróðurins fer einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar, Pálmi Gestsson, og fer hann á kostum í túlkun sinni á þessum einstrengingslega en viðkvæma manni. Pálmi hefur nú í hartnær tvo áratugi verið í framvarðasveit leikara Þjóðleikhússins, og farið hér með fjölmörg burðarhlutverk, bæði í gamanleikritum og dramatískum verkum. Í þessu hlutverki nær Pálmi í senn að hreyfa við áhorfendum á eftirminnilegan hátt og kitla hláturtaugarnar svo um munar.

Í hlutverki yngri bróðurins er Baldur Trausti Hreinsson, ungur leikari sem hefur vakið athygli fyrir leik sinn í sýningum eins og Sjálfstæðu fólki og Kirsuberjagarðinum hér í Þjóðleikhúsinu, Bláa herberginu og Djöflunum í Borgarleikhúsinu og kvikmyndunum Dansinum og Villiljósi. Hann sýnir hér óvenju fágaðan og öruggan leik í hlutverki þessa unga fjölskylduföður, sem hefur í lífi sínu þurft að takast á við stórar spurningar um sjálfan sig, lífið og tilveruna.

Höfundur leikritsins, Kristján Þórður Hrafnsson, er ungur að árum en hefur þegar vakið talsverða athygli sem ljóðskáld, leikskáld og leikritaþýðandi. Má þar nefna að síðasta ljóðabók hans, Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonnettur, hefur notið mikilla vinsælda. Fyrsta leikrit hans, Leitum að ungri stúlku, hlaut fyrstu verðlaun í einþáttungasamkeppni Leikfélags Íslands og var sýnt við góðar undirtektir í hádegisleikhúsi Iðnó.

Leikstjóri verksins er Melkorka Tekla Ólafsdóttir sem setti upp í Þjóðleikhúsinu hina rómuðu sýningu á Abel Snorko býr einn.

Miðasala er hafin í Þjóðleikhúsinu (greiðslukortaþjónusta) og verður í Edinborgarhúsinu frá og með fimmtudeginum 15. mars.


Úr leikdómum:


Halldóra Friðjónsdóttir, DV, 29. 1. 2001:


Kristján Þórður Hrafnsson [?] hefur næmt auga fyrir skoplegri hliðum mannlífsins.

... gaman að fylgjast með þeim Pálma og Baldri Trausta á sviðinu enda standa þeir sig báðir með prýði.

Pálmi fær kærkomið tækifæri til að sýna að honum er ýmislegt fleira til lista lagt en að leika harðsvíraða töffara og útfærsla hans á þessum forstokkaða menntaskólakennara var afar sannfærandi.


Sveinn Haraldsson, Morgunblaðinu, 27. 1. 2001:

Baldur Trausti Hreinsson sýnir mjög fágaðan og öruggan leik í hlutverki Tómasar.

?hreyfingar leikaranna og hvernig þær eru notaðar til að túlka skapgerð persónanna vandlega unnin stúdía frá hendi leikstjóra og leikara.

Viðfangsefnið er athyglisvert og höfundur hefur góð tök á því sem hann vill að persónurnar segi. Það hefur líka verið lögð alúð við allan frágang þessarar uppfærslu, jafnt við leikstjórn, leik og útlit.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli