Frétt

mbl.is | 17.10.2003 | 13:39Jim Croce á DVD þrjátíu árum eftir andlát sitt

Þegar Jim Croce lést í flugslysi árið 1973, hafði hinn efnilegi lagasmiður átt fjögur lög sem náðu inn á lista fjörutíu vinsælustu laga í Bandaríkjunum, en var fátækur. Í frétt Reuters segir að óhagstæður samningur við útgáfufyrirtæki hafi orðið til þess að trúbadorinn með yfirvaraskeggið sá aldrei krónu fyrir vinsæl lög sín á borð við „You Don't Mess Around with Jim“ og „Bad, Bad Leroy Brown“.
Núna seljast um 100.000 eintök af hljómplötum Croces á ári hverju, að sögn eftirlifandi eiginkonu hans, Ingrid. Þá er nafni hans haldið á lofti í tveimur veitingastöðum og þremur djassbörum sem ekkjan rekur í San Diego.

Hún og einkabarn þeirra hjóna, Adrian (eða A.J.), létu nýverið gefa út DVD-diskinn „Hefurðu heyrt það: Jim Croce á tónleikum“ (Have You Heard: Jim Croce Live.) Á honum er að finna upptökur af sjónvarpstónleikum auk upptöku úr heimakvikmyndavél. Þá hefur einnig verið gefinn úr geisladiskurinn „Americana“ sem inniheldur þjóðlög sem tekin voru upp á heimili Croces árið 1967.

Croce, sem hefði orðið sextugur á þessu ári hefði hann lifað, er klæddur í sömu skyrtuna í nokkrum af sjónvarpstónleikunum og hann og aðstoðargítarleikarinn Maury Muehlheisen og Croce skiptu oft um fatnað svo að það liti út fyrir að trúbadorinn góðkunni ætti meira úrval af fötum.

„Ég held að það sem mér þyki sorglegast er að Jim sá aldrei neinn gróða af allri vinnunni sem hann lagði á sig. Hann átti varla föt utan á sig þegar hann dó,“ segir ekkja hans, sem nú heitir Ingrid Croce Rock.

Ingrid, sem hefur verið gift í 16 ár öðrum Jim, segir eitt af sínum uppáhaldslögum sé lag Croce „Workin' at the Car Wash Blues“ sem lýsir því hvað þessi merki tónlistarmaður átti erfitt með að fá sæmilega vinnu og þurfti þess vegna að vinna á bílaþvottastöð.

Croce kynntist Ingrid árið 1963 þegar hún var 16 ára og hann 19. Hann var fyrsta ástin hennar. Þau giftu sig 1966 og sonurinn A.J. fæddist 1971. Í kjölfar fjölgunarinnar fannst Croce hann knúinn til að slá í gegn og samdi lagið „Time in a Bottle“ fyrir soninn unga. Eftir fráfall Croce náði lagið efsta sæti á vinsældalistum.

Stóra tækifæri Croce kom snemma árs 1972 þegar tvö af lögunum á breiðskífunni „You Don't Mess Around With Jim“ komist inn á vinsældalista, annað var titillag plötunnar og hitt var lagið „Operator“. Þá var platan „Life and Times“ gefin út árið 1973 og náði lag af henni, „Leroy Brown“, efsta sæti bandaríska vinsældalistans. En Croce fékk aldrei neinn hluta af gróða af plötusölu líklega vegna þess að útgáfufyrirtækið tók svo mikið fyrir framleiðslu og markaðssetningu. Ingrid telur að Croce hafi verið fjarverandi vegna hljómleikaferðalaga um 300 daga á ári síðustu tvö ár ævi hans.

Croce og fimm aðrir, þar á meðal Muehlheisen, létu lífið 20. september 1973 þegar lítil flugvél sem þeir voru í fórst í flugtaki frá Natchitoches í Louisiana. Hann hafði leikið á tónleikum í háskóla og var á leið til Dallas.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli