Frétt

| 11.03.2001 | 10:44Á höfnin að fara næst?

Ellert B. Schram fjallar um lífið í höfuðborginni og segir:

Ég bý við Skerjafjörðinn, nánast í fjörunni. Og er nógu gamall til að muna eftir grásleppukörlunum í vörinni fyrir neðan húsið hjá mér. Reri með þeim oftar en ekki og finn ennþá fisklyktina, þegar ég loka augunum. Nú eru þeir flestir farnir og grásleppan að mestu líka, en fjaran er þarna ennþá, og fjörðurinn, og í staðinn fyrir drunurnar frá mótórbátunum, eru komnar drunurnar í flugvélunum. Ég er sem sagt í skotlínunni miðri, skánorður af brautinni frægu, sem þekur alla hektarana, sem rifist er um.
Ég man einnig þá tíð, þegar hún amma mín átti kartöflugarð í Vatnsmýrinni og við tókum stundum upp saman, undir vængjaþyt flugvéla og farfugla í mýrinni miðri og svo var þarna Tívolí og Vetrargarður og gott ef ekki Hótel Ritz í bragganum í Nauthólsvíkinni, rétt í seilingarfæri við vélahljóðin, sem skáru sig í gegnum músík og píkuskræki og heimspekilegar viðræður okkar ömmu.

Mér ætti að vera í nöp við þennan flugvöll og vera í hópi þeirra sem heimta hann burt, heimta landrými fyrir skýjakljúfa og nútímamiðbæ. Það er auðvitað mikil framsýni í svoleiðis spekúlasjónum, ekki síst í ljósi þess að fólk á mínum aldri mun sennilega vera flogið til feðra sinna, ef og þegar Vatnsmýrin losnar loks frá fluginu. Kannske erum við líka mikið betri í því að ákveða hvernig næstu kynslóðir eigi að hafa það í kringum sig, heldur en að leggja á ráðin hvernig við höfum það sjálf. Í dag.

– – –

Búum við ekki öll í sama landi? Eigum við ekki öll sameiginlega höfuðborg, búsett í henni eða búsett ekki? Er lífsrýmið á landnámi Ingólfs af svo skornum skammti að nú sé ekki lengur rúm fyrir atvinnustarfsemi á borð við flug og flugvöll? Hvað með höfnina? Er hún ekki sóun á dýrindis byggingarlóðum meðfram ströndinni? Væri þá ekki næst að flytja hana upp í Kollafjörð til að losna við hávaðann og slorið og þessa hvimleiðu annmarka, sem fylgja því þegar fólk er að starfa og sýsla og skapa arð?

– – –

Þegar spurt er hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara, þá vil ég hann veri. Ég vil hann í breyttri mynd, án æfingaflugsins og án þotugnýsins. Ég vil að flugið og skipin og athafnalífið eigi athvarf í borginni minni, í borginni okkar, í höfuðborg landsmanna allra. Ekki bara fyrir okkur sem hér búum, heldur alla þá, sem hingað eiga erindi og þurfa til okkar að leita. Við úthýsum ekki góðum gestum, af því ekki sé húspláss. Ekki frekar en farfuglunum í fjöruborðinu fyrir framan heima hjá mér.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli