Frétt

| 11.03.2001 | 10:27Enginn er óhultur

Forystugrein Morgunblaðsins í dag ber fyrirsögnina Skynsamlegar tillögur. Þar segir m.a.:

Því miður er það svo, að umferðin á Íslandi hefur verið agalaus og líkari því að lögmál frumskógarins ráði ferðinni. Einstakar aðgerðir lögreglu hafa skilað árangri en einungis í takmarkaðan tíma. Líklegt verður að telja, að harðari viðurlög og þá ekki sízt stórhækkun fjársekta sé í raun og veru eina leiðin til þess að ná tökum á þeim alvarlega þjóðfélagsvanda, sem agaleysi í umferðinni er og hefur þegar kostað alltof mörg mannslíf.
Einnig segir í greininni:

Starfshópur, sem Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, setti á fót til þess að fjalla um breytingar á umferðarlögum, hefur skilað tillögum, sem í öllum meginatriðum virðast vera skynsamlegar og líklegar til þess að auka öryggi í umferðinni. Tíð og alvarleg umferðarslys á undanförnum misserum og árum hafa valdið þungum áhyggjum meðal almennings, enda enginn óhultur, ekki einu sinni þeir, sem fylgja umferðarreglum út í yztu æsar.

Starfshópurinn leggur til að áfram verði hægt að fá bílpróf við 17 ára aldur en að ökuskírteini verði þá gefin út til tveggja ára og færri punkta þurfi til að missa ökuréttindi. Þótt augljóst sé, að það eru ekki sízt hinir yngstu ökumenn, sem valda mestu tjóni í umferðinni er hægt að fallast á þær röksemdir starfshópsins, að ekki verði sýnt fram á, að hækkun úr 17 árum í 18 ár mundi hafa veruleg áhrif að þessu leyti.

Önnur tillaga starfshópsins, sem virðist skynsamleg er sú, að stórhækka sektir vegna umferðarlagabrota. Það er áreiðanlega rétt að háar sektir hafi meiri áhrif á ökumenn en flest annað. Lagt er til að sektir verði hækkaðar um a.m.k. 100% og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefur, þegar þessar tillögur verða komnar til framkvæmda, sem telja má líklegt að verði.

Það verður að teljast augljóst að notkun síma í bílum getur haft truflandi áhrif á akstur enda mörg dæmi um það. Þess vegna er líka hægt að taka undir það sjónarmið að banna eigi notkun farsíma í bílum án handfrjáls búnaðar.

Fjölmargar fleiri tillögur koma fram í áliti starfshópsins svo sem að fjölga refsipunktum fyrir hraðakstur og vanhöld á notkun bílbelta. Allt verður það að teljast eðlilegt.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli