Frétt

Fréttablaðið | 17.10.2003 | 10:23Bíldudalur: Efasemdir um frammistöðu Atvest í kalkþörungamálinu

Bíldudalur.
Bíldudalur.
Efasemdir eru uppi meðal Bílddælinga um frammistöðu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða í kalkþörungamálinu, sem nú er aftur komið á byrjunarreit fimm árum eftir að rannsóknir hófust. Helsta gagnrýnin felst í því að forsvarsmenn Atvinnuþróunarfélagsins skyldu ákveða að halda sig eingöngu við írska fyrirtækið Celtic í stað þess að hleypa öðrum að verkefninu. Þá segja heimildarmenn Fréttablaðsins vafa leika á því hvort Atvinnuþróunarfélagið hafi haft umboð frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga til þess að ganga til samninga við einstaka aðila.
Atvinnuþróunarfélagið hafi eingöngu átt að hafa forgöngu um að láta rannsaka hafsbotninn á Arnarfirði en ekki ákveða hverjir fengju að vinna auðlindina. Tekið er fram í þessu samhengi að Atvinnuþróunarfélagið hafi staðið að rannsóknum á kalkþörungunum með miklum sóma. Rúmlega fimm ár eru síðan Atvinnuþróunarfélaginu var falið málið. Fljótlega eftir það fór sendinefnd fulltrúa þess til Írlands til að skoða kalkþörungaverksmiðju Celtic Sea Minerals. Í þeirri ferð gerðu forsvarsmenn Atvinnuþróunarfélagsins samkomulag við Írana um að þeir fengju að sitja að kalknámi á botni Arnarfjarðar.

Stofnað var Íslenska kalkþörungafélagið með aðild Björgunar ehf. og Celtic til að vinna að stofnun kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. Verksmiðjan átti að gefa um 15 störf á staðnum en alls var talið að íbúum á Bíldudal gæti fjölgað um rúmlega 30 manns vegna kalkþörungavinnslunnar. Á þeim rúmu fimm árum sem liðin eru hafa engar framkvæmdir orðið á Bíldudal vegna kalkþörungaverksmiðju Íranna.

Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, Jón B. G. Jónsson, taldi sig hafa yfirlýsingar Íranna fyrir því að verksmiðjan yrði risin um þetta leyti. En nú er staðan sú að Írarnir og íslenska fyrirtækið Björgun hafa frestað áformum um ótiltekinn tíma og bera við markaðsástæðum.

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að síðasta vor hafi íslenskir fjárfestar farið fram á það við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða að fá upplýsingar um stöðu kalkþörunganna á botni Arnarfjarðar. Fjárfestunum var neitað um þær upplýsingar vegna þess að Írarnir væru að undirbúa kalkverksmiðjuna.

Framkvæmdastjóri Atvest segir Írana enn inni í myndinni

„Írarnir eru enn inni í myndinni“, segir Aðalsteinn Óskarsson, framvkæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Hann segist vissulega hafa heyrt gagnrýni vegna þess að eingöngu var samið við Írana. Hann segir að á þeim tíma sem undirrituð var viljayfirlýsing um samstarf hafi menn talið að slíkt myndi flýta framgangi málsins.

Hann segir að einungis fjórir aðilar í Evrópu vinni að vinnslu á kalkþörungum af sjávarbotni og því ekki um marga að velja en auðvitað sé auðvelt að vera vitur eftir á. Aðalsteinn staðfestir að íslenskir fjárfestar hafi viljað skoða möguleika á að koma að kalkþörungunum en á grundvelli viljayfirlýsingarinnar verði samstarfið að halda áfram.

„Írarnir koma í nóvember og þá munum við fara yfir allt málið og taka stöðumat“, segir hann. Aðalsteinn segir að þótt svo fari að Írarnir hverfi frá áformum sínum um að reisa verksmiðjuna hafi þegar fengist dýrmæt þekking sem nýtast muni öðrum sem vilji fara í þessa framleiðslu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli