Frétt

bb.is | 16.10.2003 | 16:24Sjávarútvegsráðherra: „Hætta byggðirnar þá að skipta máli?“

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen.
Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hélt ræðu á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í dag þar sem hann ræddi m.a. um smábátaútgerð og sagði:„ Það hefur lengi loðað við að umræða um veiðar og sókn smábáta sé æði lífleg. Á því hefur ekki orðið nein breyting frá því að við hittumst hérna síðast fyrir rétt um einu ári. Það dylst engum að smábátaútgerð hefur stóreflst á undanförnum árum og um leið hefur yfirbragð þessarar útgerðar breyst. Hvern hefði órað fyrir því fyrir einungis nokkrum árum, að trillurnar, bátar undir 6 tonnum, yrðu komnar með vélar að afli yfir 400 hestöfl og gengju meira en 20-30 sjómílur á klukkustund. Og hver hefði trúað því að trillur færu að sækja á svipuð mið og togarar þó það heyri í raun til undantekninga. Enda er hér ekki um að ræða þessar litlu hæggengu en taktföstu trillur sem allir Íslendingar minnast, heldur eitthvað allt annað, sannkallaða ofurbáta. Þó megum við ekki ofmeta þessi skip, hvað öryggi varðar.“
Hann ræddi línuveiðar almennt og sagði m.a.: „Í nokkurn tíma hefur verið rætt um meinta óhagkvæmni línuveiða miðað við veiðar með öðrum veiðarfærum m.a. hafa smábátútgerðarmenn haft orð á þessu í fjölmiðlum. Rök með línuveiðum hafa þó verið talin þau að þær væru æskilegri fyrir lífríki hafsins, þ.e. vistvænni en aðrar veiðar og skapi um leið aukna atvinnu, a.m.k. hjá þeim aðilum sem beita í landi. Í því sambandi er vert að hafa í huga að beitingu í landi fylgir kostnaður fyrir útgerðirnar og það er ekki tilviljun að sífellt fleiri útgerðarmenn smábáta kjósa að beita línu í svokallaðri beitingartrekt úti á sjó. Þá má það ekki gleymast að sé staðreyndin sú að línan sé æskilegra veiðarfæri en þau sem dregin eru eftir botninum skiptir engu máli hversu stórt skipið er sem línuna notar. Þessi rök eiga því við fleiri skip en bara smábáta. Enda verður sú staðreynd ekki umflúin að það getur reynst erfitt að treysta eingöngu á hráefnisöflun af smábátum. Á Íslandi geta veður verið válynd og stóran hluta ársins gefur ekki á sjó fyrir minni báta dögum saman. Stóru beitingavélaskipin geta hins vegar róið nánast í hvaða veðri sem er og skilað afla sínum vikulega í land. Fiskur af þessum skipum hefur þótt afar gott hráefni enda mikið lagt í meðferð aflans um borð.“

Vegna umræðunnar um línuívilnun sagði sjávarútvegsráðherra:„ Í þessu ljósi hlýtur meginspurningin að vera, sem allir ærlegir menn tengdir sjávarútvegi þurfa að svara: Gengur það upp að einn útgerðarflokkur sæki til sín veiðiheimildir umfram aðra í krafti þess að það efli byggðirnar og í framhaldinu sé það ekkert tiltökumál að hleypa viðkomandi aðilum inn í almenna kerfið? Hvernig er það, hætta þá byggðirnar að skipta máli og voru þau rök aðeins notuð sem skálkaskjól svo einstakir aðilar kæmust yfir aflaheimildir umfram aðra? Þá er og ekki síður vert að velta því fyrir sér hvort ríkið, og er þá átt bæði við löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið, hafi með gerðum sínum beinlínis stuðlað að óhagkvæmri útgerð í hinum smærri og veikari byggðum með undanþágum frá megin skipulagi fiskveiða. Og er það svo á sömu forsendum sem mönnum finnst sjálfsagt að halda áfram á sömu braut? Er ég þá, eins og fundarmenn vita, að vísa til væntanlegrar línuívilnunar sem unnið er að í ráðuneytinu í dag.“

Hann rakti síðan mikil mótmæli sem honum hafa borist vegna hugmynda um línuívilnun og sagði síðan:„ Í umræðunni hefur gjarnan verið bent á að margir þeir aðilar sem komi til með að njóta línuívilnunar hafi þegar fengið bætur í varanlegum kvóta eða aflahlutdeild frá þeim tíma sem línutvöföldun var aflögð. Í ljósi alls þessa og af ýmsum öðrum orsökum sem ég hef farið yfir í fjölmiðlum, þá hljóta allir að vera sammála því að málið er flóknara heldur en það kann að virðast við fyrstu sýn og það veitir ekkert af því að gefa sér góðan tíma til að vinna vel að málinu. Það verður að setja fram með skýrum hætti hver markmið ívilnunar eru og hvernig við ætlum að ná þeim markmiðum.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli