Frétt

| 10.03.2001 | 11:31Arfavitlaus della

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá umræðum á Alþingi um þingsályktunartillögu Sverris Hermannssonar og Péturs Bjarnasonar um kosningar til Alþingis. Þar segir:

Misvægi atkvæða gat átt nokkurn rétt á sér á sinni tíð. Sá tími er hins vegar löngu liðinn og jafnræði næst ekki nema með því að gera landið að einu kjördæmi. Þetta kom fram í máli Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins, á Alþingi á fimmtudag, er hann mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um kosningar til Alþingis. Samkvæmt því er landið gert að einu kjördæmi og þingmönnum fækkað úr 63 í 52. Auk þess er lagt til að bann verði lagt við birtingu skoðanakannana frá og með viku fyrir kosningar.
Gagnrýndi Sverrir harðlega þær breytingar á kjördæmaskipan sem samþykktar hafa verið og gilda munu fyrir alþingiskosningar 2003. Nefndi hann t.d. skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi og sagði þá ákvörðun fáránlega. Spurði Sverrir hvort ekki væri skynsamlegra að þingmenn bæru allir ábyrgð á landinu sínu, nú þegar samgöngur væru orðnar miklu betri.

Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðum um tillöguna beindu flestir spjótum sínum að breytingum á kjördæmaskipaninni og töldu að hún yrði ekki langlíf. Var á þeim að heyra, sérstaklega þingmönnum landsbyggðarinnar, að breytingin hefði ekki verið til batnaðar og nær ógerlegt væri að sinna kjördæmunum á eftir, svo stór sem þau eru.

Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki og einn varaforseta Alþingis, kallaði breytinguna „arfavitlausa“, sem þröngvað hefði verið gegnum þingið á sínum tíma. Miklu nær hefði að yfirvega málin lengur og búa við óbreytt kjördæmi á meðan, í stað þess að taka upp „þessa dellu“ eins og hann orðaði það.

Annar þingmaður Vesturlands, Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, tók undir gagnrýnisraddirnar. Hann sagði að Samfylkingin hefði á stefnuskránni að gera landið að einu kjördæmi og breyting sú sem gerð var á kjördæmaskipaninni hefði verið ákjósanlegri kostur en að gera alls engar breytingar.

Nær sá eini sem varði breytingarnar var Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni, en hann átti raunar sæti í nefnd um breytingarnar á sínum tíma. Sagði Guðmundur að um væri að ræða mikilvægan áfanga í þá átt að jafna vægi atkvæðanna. Sagði hann að lítið samræmi væri í málflutningi þeirra sem í öðru orðinu segðu nýju kjördæmin of stór og víðfeðm en legðu í hinu til breytingu í þá átt að landið verði eitt kjördæmi.

Í greinargerð með frumvarpinu er vitnað til nefndarálits Sverris Hermannssonar frá síðasta ári. Þar segir m.a.:

Árið 2000 liggur fyrir tillaga á Alþingi Íslendinga, og virðist njóta mikils meirihlutafylgis, um að misvægi atkvæða skuli vera allt að einn á móti tveimur, sem gerir hinn helga undirstöðurétt í lýðræðisríki að skrípi. Og örþjóðinni, sem er ekki fjölmennari en meðalþorp á öðrum löndum, skal skipt upp í kjördæmi, sem eiga sér enga stoð aðra en að innan þeirra búi sem jafnastur fjöldi fólks. Sem leiðir til þess að höfuðborginni þarf að skipta þvers og kruss eða hvorutveggja og hallvika kjördæmamörkum þar eftir stærð fjölbýlishúsa og fjölda íbúa þeirra.

Þetta illa strokkaða tilberasmjör úr strokki þingflokka síðasta kjörtímabils hlýtur, ef að lögum verður, að opna augu þings og þjóðar fljótlega fyrir þeirri nauðsyn að landið verði allt eitt kjördæmi og hinn dýrmæti lýðræðislegi frumburðarréttur einstaklinganna, atkvæðisrétturinn, jafn og óskertur. Það má heita með ólíkindum ákvæðið, sem kveður svo á að skilyrði til að fá úthlutað jöfnunarþingsæti sé að framboð fái á landsvísu 5% atkvæða, enda þótt slíkt framboð hafi fengið kjördæmakjörinn mann.

Tillaga til þingsályktunar um kosningar til Alþingis

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli