Frétt

bb.is | 15.10.2003 | 13:45Rjúpnaveiðimenn skoða matreiðslubækur í leit að nýjum jólamat

Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamrahjalla, hvít með loðnar tær, brýst í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útbarin rjúpa. Þannig orti Jónas Hallgrímsson um rjúpuna forðum sem glímdi við valinn í vígahug. Vísan hefði einnig geta átt við rjúpnaveiðimenn í dag ef ekki hefðu komið til friðunaraðgerðir. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði verður vel fylgst með umferð veiðimanna vegna hugsanlegra brot á veiðibanninu. Veiðimennirnir eru aftur á móti farnir að skoða matreiðslubækurnar í leit að nýjum jólamat.
Sem kunnugt er ákvað umhverfisráðherra fyrir nokkru að veita ekki leyfi til rjúpnaveiða næstu árin. Það er gert til að vernda stofninn sem talinn er vera í mikilli lægð um þessar mundir. Blíðskaparveður er á Vestfjörðum í dag og eflaust vildu margir vera til fjalla þrátt fyrir snjóleysi. Samkvæmt fréttum í gær er töluverður viðbúnaður hjá lögreglu vestanlands vegna hugsanlegra brota á banni við rjúpnaveiðum. Gárungar í hópi veiðimanna sem bb.is ræddi við töldu að líklega yrðu hasshundar lögreglunnar notaðir til þess að þefa uppi rjúpu í bílum á næstunni.

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Ísafirði sagði engan sérstakan viðbúnað hjá lögreglunni hér vegna rjúpnaveiðibannsins. „Við fylgjumst eins og endranær með umferð hér um svæðið og grípum inní ef þörf er á“ sagði Önundur í viðtali við bb.is í morgun.

Jóhann Ólafson framkvæmdastjóri á Ísafirði er einn þeirra manna sem um langt árabil hafa gengið til fjalla um þetta leyti og veitt rjúpu sér til matar. Hann segist vera mjög ósáttur við ákvörðun umhverfisráðherra. „Þetta veiðibann er algjört bull. Það sem átti að gera var að friða miðhálendið og setja sölubann á rjúpuna. Það er auðvelt að hafa eftirlit með miðhálendinu og því hefði friðun þar skilað miklu. Það á að stöðva atvinnuveiðarnar. Þessi 10% veiðimanna sem veiða 70% af fuglinum. Veiðar manna sem veiddu hver um sig langt á annað þúsund rjúpur á meðan meðalmaðurinn sem veiddi eingöngu sér til matar var að veiða 15-20 stykki. Það er mikill munur þarna á.“ sagði Jóhann.

Hann telur að með ákvörðun sinni sé ráðherrann að rjúfa eina af djúpstæðustu hefðum í íslensku samfélagi algjörlega að óþörfu. „Einyrkinn og meðalmaðurinn eyðir engum fuglastofni það er alveg víst. Auk þess er rannsóknum á rjúpu stefnt í hættu með þessari ákvörðun því um helmingur veiðikorthafa eru rjúpnaveiðimenn og tekjur af veiðikortum runnu til rjúpnarannsókna. Því verður þessi vanhugsaða ákvörðun til þess að rannsóknastarfsemin er komin í verulega hættu.“ sagði Jóhann einnig.


Jóhann sagðist vona að Alþingi tæki á þessu máli og breytti þessari ákvörðun ráðherra. „Ég vil líka seinka byrjun veiðitímabilsins til 1.nóvember því þannig á rjúpan meiri möguleika í glímunni við mannskepnuna. Sannir veiðimenn fara ekki á rjúpu fyrr en kominn er snjór annars á hún lítinn möguleika greyið.“

En hvað skyldi Jóhann gera ef ekki verður breyting á veiðibanninu. „Ég er nú farinn að glugga í bækur og kynna mér matreiðslu á önd. Ætli hún verði ekki á borðum um jólin ef ekkert breytist.“ sagði Jóhann Ólafson veiðimaður að lokum.

Gæðakonan góða grípur fegin við, dýri dauðamóða dregur háls úr lið;
plokkar, pils upp brýtur,pott á hlóðir setur,segir happ þeim hlýtur,
og horaða rjúpu étur. Þannig endaði ævi rjúpunnar eftir viðureignina við valinn í kvæði Jónasar og ef fram sem horfir enda þær fáar á hlóðum landsmanna næstu árin að minnsta kosti.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli