Frétt

bb.is | 15.10.2003 | 11:22Jákvæð reynsla af ökuskóla á norðanverðum Vestfjörðum í þrjú ár

Kristján Rafn, Auður og Gunnar við kennslubifreiðar sínar.
Kristján Rafn, Auður og Gunnar við kennslubifreiðar sínar.
Ökuskóli hefur starfað á norðanverðum Vestfjörðum í þrjú ár eða frá því í mars árið 2000. Gunnar Hallson ökukennari í Bolungarvík, sem er einn af stofnendum skólans ásamt ökukennurunum Kristjáni Rafni Guðmundssyni og Auði Yngvadóttur á Ísafirði segir reynsluna af starfinu jákvæða. Þær skyldur voru lagðar á að allir ökunemar skyldu sækja ökuskóla og því hafi Ökuskóli Vestfjarða verið stofnaður. „Frá því að prófkröfur í ökunámi voru hertar um miðjan síðasta áratug hafa orðið nokkrar breytingar á kennslunni. Menn hafa verið að fikra sig áfram og aðlaga sig að þeim, m.a. höfum við verið að taka ýmislegt upp frá nágrönnum okkar í Skandinavíu. Námið í ökuskólanum byggir á námsskrá til ökuréttinda og það er verkefni okkar að starfa samkvæmt henni“, segir Gunnar.
Hann segir auknar prófkröfur hafa ollið verulegum breytingum og kallað á aukna fagmennsku í greininni. Í kjölfar aukinna prófkrafna hafi verið tekin upp svokölluð ökunámsbók sem fylgi nemandanum frá því hann hefji námið og þar til því er lokið. „Þar eru skráðar allar þær upplýsingar sem varða feril nemandans t.d. hvort hann hafi sótt ökuskóla og hversu marga tíma hann hafi verið hjá ökukennara. Auk þess inniheldur bókin öll eyðublöð sem nemandinn þarf á að halda t.d. til að sækja um æfingaleyfi.“

Til þess að geta þreytt ökupróf þarf nemandi að sitja ökuskóla í tveimur áföngum, ökuskóla 1 og ökuskóla 2. „Áður en nemandi fær útgefið æfingaleyfi er ætlast til þess að hann sæki ökuskóla 1. Síðan þegar kemur að því að ljúka náminu og nemandi fer að undirbúa sig fyrir próf sækir hann ökuskóla 2 enda er það skilyrði þess að hann fái að þreyta prófið“, segir Gunnar.

Hann segir norðanverða Vestfirði ekki það fjölmennt svæði að hægt sé að starfrækja ökuskóla í hverjum mánuði. Þess vegna hafi ökukennararnir á svæðinu þurft að feta sig áfram og skapa sinn eigin stíl innan námsskrárinnar. „Við höfum verið að finna okkur mynstur í þessu undanfarin ár og höfum verið að keyra ökuskólann að jafnaði þriðja hvern mánuð eftir því hvernig markaðurinn er að dæla til okkar nemendum. Með þessari breytingu sem varð í vor þar sem skilyrt er að fyrri hluta ökuskóla sé lokið áður en æfingaleyfi er gefið út þurftum við að taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunnar og nutum við það mjög mikils velvilja Sýslumannsins á Ísafirði.

Núna erum við komin með fast plan fyrir ókuskólann hálft ár fram í tímann. Þetta plan ætlum við að gefa út á næstunni og því ættu þeir sem eru að huga að æfingaleyfi að fylgjast vel með“, segir Gunnar.

Eftir að prófkröfur í ökunámi voru þrengdar segir Gunnar að þurft hafi að auka verulega fræðilega kennslu í ökunámi. Ökukennarararnir hafi á þeim tíma haft litlar aðstæður til þess, nema maður á mann í kennslubifreiðinni. „Við sátum því oft úti í kanti eftir tíma til að hlíða yfir umferðarreglurnar í tiltölulega dýrri skólastofu. Þetta gaf árangur en var dýrari leið. Með tilkomu ökuskóla er boðið upp á hópkennslu sem gefur okkur færi á að nota nútímakennslutækni, t.d. skjávarpa.“

Ökuskólinn hefur leigt kennsluaðstöðu Menntaskólanum á Ísafirði og segir Gunnar ökukennarana vera afskaplega ánægða með það samstarf. Í seinni áfanga skólans hafi þeir notið aðstoðar lögreglunnar sem hafi heimsótt nemendurna til að ræða umferðarmál.

„Þetta hefur í rauninni ekki verið annað en jákvæð þróun. Bæði við kennararnir og viðskiptavinir okkar hafa verið að fóta sig í þessu en mér finnst að núna á þessu ári séum við að ná töluverðri festu í starfinu“, sagði Gunnar.

kristinn@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli