Frétt

Stakkur 41. tbl. 2003 | 15.10.2003 | 09:17Nýtt þorskastríð?

Í síðustu viku var vikið að línuívilnun og skiptum skoðunum um fiskveiðar og með hvaða veiðitækjum mætti sækja þann afla, sem heimilt er að veiða, í sjóinn umhverfis Ísland. Nefnt var að fleiri aðferðir ættu að leyfast við veiðar smábáta, svo sem dragnót eða netaveiði. Línuútgerðin væri of dýr háttur við að ná smábátafiski á land. Sé litið til þess hve mikill afli berst á land af smábátum á Vestfjörðum og möguleikans á því að sá skipakostur skili meiru með aukinni línuívilnun, vakna spurningar um það hvort í uppsiglingu sé enn eitt þorskastríðið. Íslendingar hafa lengi og oft átt í stríði við erlendar þjóðar og háð marga hildina um réttinn til þess að veiða fiskinn umhverfis Ísland sjálfir, í stað þess að horfa á útlendinga hirða arðinn af Íslandsmiðum. Þess vegna stóðum við í deilum við aðrar þjóðir um landhelgi Íslands um aldir, háðum hin svokölluðu þorskastríð og höfðum betur, síðast þegar landhelgin var færð út i 200 sjómílur 1975. Þá hafði landhelgin verið færð út tvívegis á rúmum þremur árum, í 50 sjómílur 1. september 1972 og í 200 mílur 15. október 1975, eða fyrir réttum 28 árum í dag þegar BB kemur fyrir augu lesenda.

Bretar og Þjóðverjar mótmæltu harðlega eins og gert hafði verið 1958 og 1952 og þeir síðarnefndu beittu fyrir sig herskipum til þess að geta haldið áfram veiðum innan 12 mílnanna. Sama var uppi á teningnum á áttunda áratugnum er bresk herskip sigldu á íslensku varðskipin, svo kostaði mannslíf. En niðurstaða af staðfestu Íslendinga varð sú, að 200 mílna landhelgin er hin almenna regla í heiminum. Útlendingar veiða ekki innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar nema að hafa gert um það samninga við íslensku ríkisstjórnina. Þeir sem hafa komið til breskra hafnarborga eins og Hull og Grimsby átta sig skjótt á því hve gríðarleg áhrif stækkuð landhelgi Íslands hafði á efnhag fólks og atvinnulíf í Englandi og Skotlandi. Sjómenn misstu atvinnuna og hagkerfið dróst saman. Það eru ekki Íslendingar einir sem strítt hafa við afleiðingar minnkandi sjávarafla fyrir byggðir landsins. Ef til vill mætti margt af Bretum læra þegar tekist er á við afleiðingarnar.

Það sem hins vegar virðist í uppsiglingu nú er innbyrðis stríð Íslendinga um réttinn til að nýta íslensk fiskimið. Ef grannt er skoðað er ljóst að undirtónninn er alvarlegur, einstaklinga greinir á, byggðir standa andspænis hver annarri, fyrirtæki sömuleiðis og sveitarstjórnarmenn senda Alþingi og ríkisstjórn tóninn. Enn erum við komin að vandkvæðunum við að deila út takmörkuðum gæðum svo öllum líki. Margir vilja álíta kvótakerfið hinn eina sökudólg í þessum efnum. Um fátt hefur verið deilt meira síðustu árin en fiskveiðistjórnun. Í umræðunni hefur gleymst að skoða hvort og þá hvernig unnt er að takmarka veraldleg gæði svo allir verði ánægðir. Enn hefur það hvergi tekist í heiminum. Ekkert stjórnkerfi mun ráða við mannlega óánægju vegna misskiptra gæða. Það væri á hinn bóginn afar slæmt og illviðráðanlegt, ef svo tækist til að fyrsta stríð Íslendinga á nýrri öld yrði innbyrðis þorskastríð, sem einungis mun leiða ógæfu yfir þjóðina alla og nánast er víst að vandi landsbyggðarinnar leysist ekki. Alþingis og reyndar sveitarstjórnarmanna bíður erfitt verk, sem er að ná sátt um leið til að nýta auðlindina. Það er hægara sagt en gert, en bráðnauðsynlegt.


bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli