Frétt

Leiðari 41. tbl. 2003 | 15.10.2003 | 09:15Oft er stutt frá brosi

Brosin sem sumstaðar urðu til þegar veiðiheimildir heilla byggðarlaga fluttust landshorna á milli við eigendaskipti á dávænni fúlgu fjármuna, hafa stirnað við bresti í innviðum ,,Óskabarns þjóðarinnar“ og óvissunnar um framtíð þess hvað varðar sjávarútveg í hinum dreifðu byggðum.

Sú var uppi tíð að Akureyringar voru stoltir af Útgerðarfélagi Akureyrar og máttu vera það. Hið sama gilti um útgerðarfyrirtækið Harald Böðvarsson á Akranesi. Bæði stóðu þessi félög traustum fóstum, voru burðarásar í atvinnulífi staðanna. Bæði voru félögin byggð upp á þeim árum þegar stjórnendur þeirra og starfsfólk allt vann í sveita síns andlitis, skin og skúrir skiptust á í rekstri eftir því hvernig áraði, en menn misstu aldrei sjónar á markmiðinu: Tryggja fólki atvinnu og stuðla að eflingu byggðarlagsins.

Þannig gekk þetta reyndar fyrir sig út um allt land þar til einn góðan veðurdag að boð voru látin út ganga frá réttkjörnum fulltrúum fólksins í landinu, ríkisstjórn og hinu háa Alþingi, að nú væri þeim, sem úhlutað hafði verið ókeypis hlutdeild í ,,sameign þjóðarinnar“ heimilt að selja leyfisbréfin hæstbjóðanda, kvaðalaust. Hófst nú mikill darraðardans í kringum gullkálfinn. Gullöld viðskipta með óveiddan fisk við Íslandsstrendur var hafin. Útvaldir kættust yfir margra stafa innstæðum á bankareikningum, bunkum hlutabréfa og hlutdeild glæsihöllum höfuðborgarinnar, sem þessi einstæði rausnarskapur stjórnvalda hafði fært þeim á silfurfati. Aðrir húktu hnýpnir hjá garði.

Nú hriktir í röftum. Sjávarútvegsdeild ,,Óskabarnsins“, sem ræður miklu um útgerð og atvinnulíf á Akureyri, uppistöðu þess á Akranesi og Skagaströnd, kann að vera föl hæstbjóðanda í heilu lagi eða brotabrotum eftir því sem betur gefur. Margur hrekkur nú við. Þeir sem áður tóku brosandi og buktandi á móti hinni nýju stétt útgerðarmanna, fyllast nú heilagri reiði yfir hugsanlegu hlutverki, sem margir hafa orðið að takast á við.

Vitaskuld skilja menn áhyggjur ráðamanna þeirra staða, sem þannig háttar til hjá um þessar mundir. Meira að segja deilir bæjarstjórinn í Sandgerði áhyggjum með kollega sínum á Akranesi. Miðað við forsöguna er þar karlmannlega að staðið. En hvað sem hluttekt milli einstakra byggðarlaga líður er ljóst að gegn meinsemdinni, kvótabraskinu, verður að ráðast. Vonandi opnast augu þingmanna fyrir veruleikanum áður en það er um seinan fyrir flesta útgerðarstaði á Íslandi.
s.h.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli