Frétt

| 09.03.2001 | 10:30„Þetta var okkur Tryggva mikið trúboð“

Sr. Karl Valgarður Matthíasson.
Sr. Karl Valgarður Matthíasson.
„Ég gleymi því aldrei þegar ég bað Tryggva Ársæls að gefa mér ýsu í soðið. Þetta var í febrúar eða mars og hann sagði að ég hlyti að vita að ýsa veiddist ekki á þessum tíma, bara steinbítur og þorskur. Þá sagði ég við hann: „Ef þú færð ýsu eða lúðu á morgun, þá veistu það Tryggvi minn að Guð er að senda mér þann fisk.“ Daginn eftir kom Eyrún kona Tryggva með sex kílóa lúðu og sagði að Tryggvi hefði fengið þennan fisk á þriðja öngli á fyrstu línunni þegar hann byrjaði að draga. Ég varð mjög hissa og glaður. Þetta var okkur Tryggva mikið trúboð.“
Þessa litlu sögu frá veru sinni á Tálknafirði segir séra Karl V. Matthíasson í ítarlegu opnuviðtali í Bæjarins besta í þessari viku. Hann tók fyrir skömmu sæti Sighvats Björgvinssonar sem 2. þingmaður Vestfirðinga. Þegar séra Kalli (eins og hann nefnir sjálfan sig og aðrir nefna hann iðulega) hafði setið á þingi í tólf daga fór hann á góublót á Suðureyri við Súgandafjörð, þangað sem hann vígðist prestur á sínum tíma eftir að hann lauk námi í guðfræði. Að þessu sinni vísiteraði hann í nýju hlutverki og ávarpaði gömlu sóknarbörnin, flutti minni Súgfirðinga, var glaður á góðri stund og gekk snemma til náða. Morguninn eftir var viðtalið tekið, á sunnudagsmorgni við Sólgötu á Ísafirði.

Frá Ísafjarðarkirkju sem einnig er við Sólgötuna barst dynjandi klukknahljóð í morgunkyrrðinni. Það var verið að kalla til tíða. Sr. Karl ókyrrðist um stund. Hann langaði í messuna hjá séra Magnúsi en hann langaði líka til að halda áfram að spjalla. Síðan kyrrðist hann líkt og vindur og sjór gera jafnan og haldið var áfram að spjalla. Hvað sem allri messugerð líður verður Guð áfram á sínum vísa stað.

Séra Karl var spurður: – Sækir nokkru sinni á þig efi? Er eitthvað í tilverunni sem er óhvikult? Og hann svaraði:

„Ég efast æ sjaldnar um tilvist guðs.“ Löng þögn. „Ég er búinn að sjá svo mörg kraftaverk.“

Einnig var spurt: – Hvað er séra Karl V. Matthíasson? Er hann alvörugefinn maður? Er hann gleðimaður? Er hann útsmoginn húmoristi og háðfugl? Er hann alvörugefinn gleðimaður? Er hann glaðlyndur alvörumaður? Er hann ólíkindatól? Hvenær er hann að tala í alvöru og hvenær er hann að grínast? Þetta hefur stundum vafist fyrir fólki. Stundum virðist húmorinn vera djúpur og spámannlegur. Hvað segir hann sjálfur um þetta?

„Menn bera húmorinn misjafnlega. Í hverjum einasta manni er grunntónn lífsins alvöru. Jafnvel þó að menn virðist stundum lítt alvörugefnir. Enda á lífið ekki að vera ein dauðans alvara. Lífið á líka að vera gleði og húmor.“

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli